Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 35

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 35
Lát lieldri manna. 35 1852 til 76, er hann keypti hana; síðan seldi hann hana Birni ritstjóra Jónsyni 1886, og hafði pá 50 ár fengist við prentstörf og gefið út allmargar hækur ogbæklinga; hafði hann verið í bæjarstjórn Bvíkur allmörg ár; pótti hann yfrinn stór- bokki á velgengnis-árunum og varð honum stundum að orði pað sem eftir er haft: «Eg skapa peninga». Hann dó að Hálsi í Kjós 11. júlí, mjög protinn á sál og líkama, ekkjumaður í 3. sinn og öreigi. Hann var greptraður í Keykjavík 18. júlí og mintist Gestur Pálsson hans rneðal annars pannig í erfi- ljóðum: Hann stób í broddi lífsins með sterkum framahug, var stórvirkur og framgjarn og sýndi prek og dug, og gæfan honum brosti, hann safnaði’ auði’ og seim, og sigurópi fjöldans og virðing hér í heim. Hann stóð á aptni lífsins sem einstæðingur ber, með æfifjörið protið og harm ab baki sér. Hans lífsstrit varð allt gagnslaust, hans aubur öskufok. og ellimóður horfði’ hann á gæfu sinnar lok. Af ýmsum merkum bændum, sem létust petta ár, var dbrm. Erlendur Pálmason (bónda Jónssonar og Óskar Erlends- dóttur á Holtastöðum Guðmundssonar) í Tungunesi langmerk- astur; fæddur á Holtastöðum 20. nóv. 1820, og dó 28. okt. p. á., tvíkvæntur. Hann var fremsti maður í hverju félagsskapar- fyrirtæki sinnar sveitar og sýslu, pví er til framfara horfði; einkum í búnaði og verslun, enda fyrirmyndar-bóndi sjálfur, pannig var hann einn af frumkvöðlum hins merka búnaðar- félags 1 Svínavatnshrepp (stofnað 1843) og forseti pess frá 1855 til dauðadags; pegar búnaðarskólinn á Hólum var stofnaður (1883), varð hann formaður yfirstjórnaiinnar og upp frá pví, enda studdi pað mál með frábærum áhuga til framhalds og umbóta; hann var og formaður pöntunarfélags Húnvetninga og Skagfirðinga frá 1884, er pað komst á fyrir hans forgöngu. Hann var hreppstjóri (1855- 59), hreppsnefnarmaður, (12 ár) og sýslunefndarmaður .(14 ár) og í ýmsum aukanefndum og fulltrúi á pingvallafundi 1876 til upprætingar fjárkláðanum. Viðurkenningu hlaut hann, par sem hann fékk jarðyrkjuverk-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.