Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 22
22 BjargræSisvegir. Að öðru leyti var flutt út af aðalsöluvöru frá íslandi petta ár: Af ull um 935000 pund til Khafnar og um 200000 pd. ar. Allir deildarfulltrúar félagsins í sameiningu mynda eitt fulltrúaráS, sem hefir hið æðsta úrskurðarvald í öllum peim málum, er félagið snerta, Fulltrúaráðið skal halda einn aðalfund árlega nálægt miðjum vetri. Auka- fundi skal og halda, pá er formanni félagsins pykir fiíirf til, eða meiri hluti deildarfulltrúa æskir pess. Á fundum félagsins hafa allir félags- menn málfrelsi og tillögurétt, enn fulltrúar einir atkvæðisrétt. Fulltrúa- ráðið kýs í hvert skifti fundarstjóra, og ber hann upp þau málefní, er fundurinn tekur til meðferðar. — 8. gr. Á aðalfundi skulu rædd öll al- menn félagsmálefni, sem fyrir koma, og gerðar pær ákvarðanir um fram- kvæmdir félagsins, sem pörf er á. Ræður afl atkvæða öllum úrslitum mála á félagsfundum. Komi upp ágreiningur með félagsmönnum um fé- lagsmálefni, má leggja pau mál undir aðalfund, og hefir hann æðsta úr- skurðarvald í peim, að svo miklu leyti sem þau heyra ekki undir lands- lög og aðgerðir dómstólanna. Aðalfundur ákveður fyrirfram pað gjald, er félagsmenn þurfa að leggja á sig fyrir kostnaði þeim, er leiðir af stjðrn félagsins, og eftir hverjum reglum það skal greiðast. — 9. gr. Fulltrúa- ráðið kýs formann fyrir félagið, og annan til vara, er gegni formannsstörf- um í forföllum hans. Kosning formanns og varaformanns fer fram á hvers árs aðalfundi, og gildir að eins til næsta aðalfundar. Formaður tekur sér tvo meðstjórnendur. er séu honum til aðstoðar og ráðaneytis í öllum stjórn- arstörfum félagsins. — 10 gr. pessi eru einkum störf félagsformannsins: a. Hann kveður til allra félagsfunda, setur þá, og framleggur þau mál- efni, er hann eða einkverjir félagsmenn óska að rædd séu á fundi. b. Hann hefir á hendi allar framkvæmdir á ákvörðunum fulltrúaráðsins og öðrum störfum félagsins. Hann annast um kaup og sölu á vörum félags- ins, flutning þeirra og afhendingu. Skulu allar vörupantanir gjörðar und- ir nafni formanns og meðstjórnenda hans og hefir formaður ábyrgð á þeim gagnvart þeim er útvega vörurnar. Allir þeir samningar, er formaður gerir fyrir félagsins hönd samkvæmt lögum þessum eða öðrum ákvörðun- um fulltrúaráðsins, eru bindandi fyrir félagið í heild sinni og hvern ein- stakan félagsmann, enda séu þeir undirskrifaðir af meðstjórnendum hans. c. Hann ræður þá verkamenn fyrir félagið, sera nauðsyn ber til, og semur um kaup við þá. d. Hann annast um allar bréfagerðir félagsins, færir bækur þess og reikninga, enda snúa deildarstjóror sér til hans með öll reikningsskil deildanna. Rétt er honum og að heimta af hverjum deildar- stjóra skýrslur þær, er félagið varða gagnvart deild hans. e. Hann hefir sjóð félagsins í sínum vörslum og innir af hendi allar fjárreiður þess, og gerir grein fyrir á hvers árs aðalfundi eða hvenær sem fulltrúaráðið krefst þess. f. Hann hefir umsjón yfir húseign félagsins, uppskipunaráhöldum og öðru því er félaginu tilheyrir. g. Hann er aðalfulltrúi félagsins gagnvart öllum utanfélagsmönnum, og svarar til alls þess, er félagið í heild sinni kann að verða sakað um. Hann gætir hagsmuna félagsins í einu sem öllu, og hefir fulla heimild til að neyta aðstoðar landslaga og réttar, ef þörf

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.