Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 1
Rannsókn
sögustaða í Grafningi í maímán. 1898.
Eftir
Brynjúlf Jónsson.
I. GrímJcelsstaðir.
Svo segir í Harðarsögu, kap. 2.: »6riinkell bjó fyrstsuð-
ur at Fjöllum skamt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallat á Grím-
kelsstöðum ok eru nú sauðahús. . . . Hann færði bú sitt . . . til
Ölfusvatns, því at honum þótti þar betri landskostir«. í fljótu
bragði virðist sem orðin: »ok eru nú sauðahús«, bendi til þess,
að bæjartóft Grímkelsstaða sé eigi framar til, heldur hafl sauða-
hús verið bygð oían á hana, svo þar sé eigi um annað að ræða
en fjárhús eða fjárhústóftir. Því að þrátt fyrir það, að á þeim
tíma sem sögurnar vóru ritaðar og lengi eftir það var eigi venja
á Suðurlandi að hýsa sauði, þá má þó telja víst, að í GrafDÍngi
hafi það verið gjört fyr en annarstaðar, vegna vetrarríkis. En
raunar þurfa orðin: »þar . . . eru nú sauðahús«, eigi beinlínis að
þýða það, að sauðahús stæði i rústunum, þau gátu staðið hjá
þeim, eða svo nœrri að þannig mætti að orði kveða. Og þetta
hefir verið tilfellið. Rúst Grimkelsstaða er enn til. Það eru 3
stórar fornrústir á sléttum völlum fyrir norðan og neðan túnið í
KróJci í Grafningi og heita þær GrímJcelstóftir. Syðsta tóftin er
18 al. löng og nál. 9 al. breið; dyr i suðausturenda. Hún sýnist
eigi skift í sundur. Það má hafa verið útibúr. Miðtóftin er bæj-
artóftin; hún er nál. 30 al. löng og 11 al. breið. Dyr er ekki
hægt að ákveða. Miðgaflar sýnast að hata verið tveir í henni,
1