Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 23
23 Á þessu broti virðist aldrei hafa verið meira letur enn þetta. Firir neðan rúnalinuna er strik jafnhliða henni. R á ð n i n g : helga Ekki verður nú sagt með neinni vissu, hvort þetta helga er kvennmannsnafn 1 nefnifalli eintölu, eða eignarfall eintölu af karlmannsnafninu Helgi. Framan af steininum virðist vera brot- ið, og hefur þar staðið upphaf og endir rúnanna. Liklega hefur annaðhvort staðið: (hier huiler) helga (Ndóttir) eða: (hier huiler N.) helga (son eða déttir?). 6. Á 113.—114. bls. ritar Kálund um rúnastein nokkurn í kirkjugarðinum á Breiðabóletað á Skógarströnd. Jeg hef ekki sjeð þennan stein, enn af þvf að jeg held, að letrið hafi ekki enn verið rjett ráðið, þá leifi jeg mjer í þessu sambandi að minnast á hann. Kálund tekur það fram, að letrið sje f ljóðum, og er það rjett. Það sína orðin: »frelsarann Jesum a truer«, sem standa í niðurlagi málsins með iatínustöfum; þar sínir orða röðin (a truer), að þetta er ekki sundurlaust mál. Enn vísa sú, sem Kálund fær út úr rúnunum, er í rauninni engin visa. Þó þarf mjög litla breiting að gera á ráðningu hans, til þess að nokkurn veginn rjett vísa komi út. Letur þetta er talsvert flóknara, enn ella mundi, sakir þess að rúnameistarinn hefur ekki höggvið orð- in á steininn f rjettri áframhaldandi röð, heldur verður að hlaupa úr einni linu i aðra til að fá rjett mál. Kálund hefur séð það rjett, að letrið birjar í 3. linu á orðunum margret: olafs, og að framhald þess er í firstu línu (dotter huiler: hier. o. s. frv.). Ann- ars les jeg letrið alveg eins og Kálund, að því undanteknu, að jeg felli úr næstsíðustu rún i 4. linu, sem Kálund hefur bætt við og ekki virðist standa á steinum og les síðustu fjóra 'rúnastafina í þeirri línu maB (hJá Káiund mfm Siðustu rúnina d held jeg eigi að lesa saman við aora línu. Kemur þá fram þetta vers: margret olafs dotter hvyler hier huer i gude sofnud er glod hiedan med fride fer frelsarann jesum a truer.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.