Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 10
10 þó hjá því, þar eð hann bægði henni. Má vera að Völustaðir hafl verið í landi jarðar þeirrar, er nú heitir Klettur, ef það er þá ekki sá bær sjálfur. Vellir, þar sem Grimur bjó, frændi Steinólfs (k. 1. og 18.), hafa án efa verið í Steinólfsdal (nú Bæj- ardal). Fyrir ofan tún í Bæ heitir Blómsturvellir. Þar er lítil rúst, og mun hafa verið kot. En á dögum Steinólfs virðist sá staður hafa verið á túninu í Bæ, því það má hafa náð miklu lengra uppeftir, þar eð þeir Þórir börðust í Grásteinsdœld (nú Grásteinsíág), sem er góðum spöl ofar, en voru þó komnir heim að túngarði« er bardaginn hófst. Þetta getur nú verið óná- kvæmni. En samt þykir mér fremur ólíklegt að Grímur hafl búið á Blómsturvöllum, sem óefað hefir verið hjáleiga. Uppi undir brekkunum spölkorn fyrir ofan Bæ eru flatir, sem heíta »Vellirnir«, rennur lækur ofan um þá austanvert, og austanmeg- in hans sér til fornrar rústar, er líkist bæjarrúst, sem snemma hafl lagst í eyði. Hygg eg liklegra, að þar hafi Vellir verið. Hergilsgrafir (k. 18.), eru nú oftast nefndar »Grafirnar«; það eru hvosir nokkrar við Bæjará gegnt Bæ. (Þar er prentvilla í útg. 1897, bls. 45.—46: Hergilsstaðir f. Hergilsgrafr). Nafnið Galta- dalur er týnt. En Galti heitir hæð nokkur inni í dalbotninum, og er daldrag hjá. Gæti það ef til vill verið Galtadalur og hæð- in verið nefnd eftir honum. Þó þykir mér líklegra að Galtadal- ur sé daldvarf það, er verður með ánni skamt fyrir ofan ós hennar en fyrir neðan Hergilsgrafir. Enn má geta þess, að ekki heita Ingjaldsstaðir í Þorskafjarðardal (sjá k. 10.), en óglögg bæjarrúst er þar sem heitir Hergilsstaðir. Er sennilegt að Ingj- aldur hafl átt son, er heitið hafi Hergils eftir föður hans, og við hann hafl bærinn verið kendur, en söguritarinn eða heimildar- menn hans farið feðgavilt, þvi þá hafi bærinn verið kominn í eyði. Hefi eg nú gert grein fvrir þeim sögustöðum Gull-Þórissögu, sem vafasamir kunna að sýnast i fljótu bragði. Allir aðrirsögu- staðir f henni koma vel heim, og er það mikill meiri hluti. Þyk- ist eg því eigi þurfa að fjölyrða um þá. Að eins skal eg minn- ast á nokkra þeirra. Kauðsdalur (k. 1.), heitir enn á hálsinum milli Berufjarðar og Hofstaða. Þar er nú enginn bær, en rústir litlar og óglöggv- ar. Þar heitir enn Alifiskalœkur (k. 2.), spölkorni austar. — Gunnarsstaðir heita enn í hlíðinni fyrir vestan Þorskafjarðará, gegnt Kollabúðura. Þar hefir Völu-Gunnar búið (k. 16.). Rústin er óglögg. Múli f Þorskafirði (k. 1.), heitir nú Múlakot. Þor-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.