Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 16
16 staðan gengin úr lagi, svo lengdin er ónákvæm. Breidd innan- máls 12 al. Dyr á suðurhliðvegg, litlu fyrir vestan miðju hans. Eldstæðí austur frá dyrum eftir miðju gólíi, nál. 6 al. langt; ann- að eldstæði skamt frá vesturenda, um 2 al. langt. Á hér um bil 3 álna bili við austurendann var gólfið upphleypt, eða með palli, sem var nál. 1 fet á hæð, en raunar var ekki hægt að ákveða hæð hans nákvæmlega. V. Bollatóftir í Sælingsdal hafa menn kallað nyrztu sel- tóftirnar á Langholti, og má koma því heim við söguna. Mun og Sigurði Vigfússyni hafa verið vísað á þær, er hann rannsak- aði þar 1881. En nú hefir Kjartan prófastur Helgason í Hvammi tekið eftir því, að aðrar seltóftir, litlum spöl utar (sunnar) á holt- inu, koma enn betur heim við söguna: Frá þeim er brött brekka ofan með lækjar dragi, sem þar rennur í ána; og þar gagnvart, vestan árinnar, er hamarinn, sem Hamarengi hefir haft nafnt af. Tóftir þessar eru svo óglöggvar, að góða athyglí þarf til að sjá þær. Þó sést, að þær eru 2 samhliða, hér um bil 10 fðm. lang- ar, og báðar til samans nál. 6 fðm. breiðar út yfir veggi. Hin syðri nálægt hálfu vlðari en hin nyrðri. Dyr virðast hafa verið á suður hliðvegg hennar. Hin nyrðri er mjög óglögg í vestur endann, en þar mega dyr hennar hafa verið. Þessar tóftir eru svo skamt frá hinum nyrztu, að afstaðan munar litlu. Og af lýsingu S. V. gæti maður ætlað, að hann ætti við þessar tóftir, ef hann hefði eigi ætlað að Guðrún gengi til Langholtslækjar: Þar getur hann ekki meint lækjardragið. Það er mjög nærri þessum tóftum, en fyrir neðan háa brekku, svo ekki gat sést til selsins frá læknum. Hér stendur alt svo einkarvel heima. Þetta eru því Bollatóftir. VI. Á Bjarnarstöðum i Sauröœ er rúst í túninu, sem köll- uð er hofið. Hún er nokkurn veginn kringlótt, nál. 7 fðm. í þvermál innan. Hún er að mestu slétt innan, en sjálf girðingín er fornleg og fyrirferðarmikil. Dyr eru mót norðri. Önnur rúst er fáum föðmum austar. Hún sýnist nýlegri og virðist samsett af 3 smátóftum, er ætla má að hafi verið fénaðar kofar, enda er sú tóft ekki talin að heyra til hofsins. »Hoftóftið« er heldur stór til þess, að þak hafi verið yfir henni, nema tjaldþak hafi verið. Mun og oft hafa verið tjaidað yfir veizlusalinn: en goðastúkan

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.