Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Qupperneq 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Qupperneq 37
37 verið neglt saman með trénöglum bæði í mæni og á hornum og hvergi op á því nema neðan á miðjum botninum og hefir þar verið feld loka fyrir opið. Skrínið hefir að öllum líkindum geymt helga dóma; það er í rómönskura stíl og vart yngra en frá síðari hluta 13. aldar; það er frá Valþjófsstaðakirkju í Norð- urmúlasýslu, sama stað sem hin nafnkunna Valþjófsstaðahurð (sbr. Arbók Fornl.fél. 1885), sem einnig sýnir mynd af húsi cða kirkju með bröttu þaki i efsta reit til hægri handar. Nisti. (nr. 4340). Nisti það, sem hér er sýnd mynd af, er úr bronsi og kring- lótt að lögun, að þvermáli er það hér um bil 3‘/2 sentimeter. Utan til á því er láréttur flötur tæplega ^/2 sm. á breidd, en fyr- ir innan hann hækkar það og verður kúlumyndað, upp úr miðri kúlunni stendur typpi, sem er freklega J/s sm. á hæð. Alt er nistið að ofan krotað langstrikum og þverstrikum, er skifta þvf f 8 reiti með smágötum railli reitanna, nema efst, þar er kross- mynduð slétt bunga og upp úr henni gengur typpið; þetta lag á nisti er óþekt áður hér á landi, en eigi er það ólíkt efsta hluta af sylgju sem fundist hefir í Noregi (sbr. 0. Rygh: Norske Old- sager Christiania 1885, nr. 639 a.). Undir nistinu er eirplata sem limfellur við nistið, neðan á hana eru negldar 2 ræmur úr sama efni, sín hvorum megin á plötunni, önnur þeirra er á 2 stöðum beygð saman og er gegn um hök þau, sem þannig mynd- ast, rekinn eirnagli, á honum leikur nál eða þorn, sem gengur undir eyra eða hak á miðri hinni ræmunni. Neðan til á miðja nistisplötuna er enn negld ræma, lyftist hún frá plötunni og bungar upp um miðjuna og leikur þar i hringur, sem beygður er saman á misvixl til endanna; úr honum ganga 2 festar með 5 hlekkjum i laginu sem 8 í tölu, þær eru 4 sm. hvor á lengd, neðan i þeim hangir svo þunn plata úr bronsi, 2*/2 sm. á lengd og 2 sm. á breidd að neðan, þar sem hún er breiðust; plata þessi hefir verið gylt, eins og sjálft nistið og má enn sjá allgreinilegar leifar gyllingarinnar, platan er með kroti sem likist ormahnút og etst á henni er (bjarndýrs?-) höfuð, á jöðrunum til hægri og vinstri er platan upphleypt með snúningum, en neðan til á henni eru 3 göt og i þeim 3 festar með sömu gerð og hinar en lengri (7 sm.); neðan í þessum festum hanga loks 3 bronsþynnur, aflangar, fer- hyrndar og breiðari að ueðan en ofan. — Nisti þetta er allmerk-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.