Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 15
15 um er mannaverJc, sem ef til vill hefir í fyrstu átt að vera minn- isvarði Ingólfs — öllu fremur en leiði hans? — Hún er ferskeitt, nál. 1 fðm. á hvern veg, en nú er hún ekki hærri en manni undir hönd. Auðséð er, að hún hefir hrunið ofan til og hrapað til norðurs, en lausagrjót er þó ekkert utan með henni. Er þvi líkast, að hún hafi fallið ofan í sjálfa sig, og hefir hún þá verið hol innan. Grjótið í henni er fremur stórt. Um vörðu þessa mun séra Stefán Olafsson hafa kveðið vísuna: »Stóð af steindu smíði«, og hefir hann þá álitið hana leiði Ingólfs. Nú er hún landamerkjavarða. III. Um Grettisbœli í Fagraskógarfjalli hefir Páll Melsteð, sagnfræðingur, skrifað mér (11. maí 1898), þetta sem fylgir: »Haustið 1849 (minnir mig) var eg á ferð undir Fagraskóg- arfjalli, hitti mann, að nafni Pétur, frá Moldbrekku, og spurði hann um Grettisbæli. Kvaðst hann hafa gengið upp þangað og litast þar um. »Bústaður Grettis«, sagði Pétur, hefir alls eigi verið í gati því, er nú sést, það er svo lítið, það hefir ekki nóg rúm fyrir einn mann, — heldur í öðru stærra gati þar fyrir of- an, sem nú vottar fyrir, en er brotið ofan af«. Mig minnir að eg sæi vott eins og fyrir sýling eða litlu skarði efst í tindinum. En veður sverfa jafnt og þétt og eyða grjótinu. Má og vera, að Mýramenn hafi rofið þar eitthvað eða spilt, svo þar yrði ekki verandi öðrum skógarmanni. Þessi Pétur var greindur í tali, og þótti mér saga hans sennileg«. IV. Erpsbœr hefir verið nefnd tóft í túninu á Erpsstöðum í Miðdölum. Enginn hafði sagt mér frá henni fyr en Þorsteinn Erlingsson hafði séð hana og gjört uppdrátt af henni 1895. Síð- an bjóst eg við, að lýsing hans á rústinni mundi koma i Arbók fornleifafélagsins. Nú, er eg sá, að það mundi ekki verða, not- aði eg tækifæri, er eg kom að vestan ( sumar (1898) og fór að Erpsstöðum til að skoða rústina. En »margur verður einum deg- inum of seinn«: Bóndinn á Erpsstöðum, Snorri Þorláksson, var þá nýlega búinn að slétta hana út, og taka úr henni alt grjótið. Til allrar hamingju hafði hann þó veitt henni nákvæma eftirtekt og sett vel á sig stærð hennar, lögun og önnur einkenni. Skýrði hann mér frá því á þessa leið: Lengd tóftarinnar frá austri til vesturs, var rúml. 26 al. innanmáls; í austurendanum var undir-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.