Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 21
21 3. Kálund getur (á 110. bls.) um tvö rúnasteinsbrot í Stafholti i Stafholtstungum. Um þessi brot get jeg ekkert sagt, þvíaðjeg man ekki til, að jeg sæi þau, þegar jeg kom að Stafholti — hef að minsta kosti ekkert skrifað um þau í minnisbók mína. Ráðn- ing Kálund’s á letrinu á firra brotinu virðist vera rjett, það sem hún nær, enn hann hefur ekki komist fram úr niðurlagi rúnanna, og virðist ljóst eftir þvi, sem firir liggur hjá Kálund, að hin rjetta ráðning á öllu letrinu sje: her huiler guðmundr ionson guð ha(ns) (sa)lu haf(i)x. Á hinu brotinu les Kálund: gautur • sigmu(ndsson), og mun það rjett. Enn Kálund getur ekki um þriðja steinbrotið, sem jeg fann í Stafholts kirkjugarði. Það er 25 þumlungar á lengd, »Baulu- steinn« með 5 fiötum, og er letur á einum og krossmark á næsta fleti. Flöturinn, sem letrið er á, er 3 þumlungar á breidd, enn sá, sem krossmarkið er á 4 þumlungar. L e t r i ð : BEBfflíiflffl Á milli 7. og 8. stafs er bil, er jeg hef táknað með punkti, og hefur þar flaskast úr steininum. Á milli 12. og 13. stafs er lika bil, enn þar eru mishæðir á steininum, sem rúnameistarinn hefur hlaupið ifir, og virðist aldrei hafa staðið neitt í þvi bili. R á ð n i n g : her | huil(e)r | ion j ola Síðasta orðið hlitur að vera annaðhvort: olafsson eða olason, líklega heldur hið firra, því að Ólafr er almennara naln enn Óli; enn hjer hefur brotnað af enda steinsins. 4. Kálund getur að eins um einn rúnastein i Norðtungu (á 108. bls.). Þennan rúnastein hef jeg líka sjeð, og er ráðning Kálunds á letri þvi, sem á honum stendur, rjett. Þó ber þess að geta, að orðaskil eru á steininum táknuð með tvípunkti [:] al- staðar nema milli orðanna pall halldors; þar er að eins einn 1) Firir þeim stöfnm, sem í svigum standa, er eiða i rúnunum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.