Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 8
8 jörð átti land beggja vegna út með fjarðarbotninum, og kann það að benda til þess, að hún hafi verið landnárnsjörð. Gull Þórissaga eða Þorskfirðingasaga fór öll fram á þessu svæði, að því er hún gjörðist hér á landi. Koma örnefni mjög vel heim við hana víðast hvar. Þó hafa sum þeirra breyzt, og skal nú taka fram það, er eg hefi fundið athugavert í þvi efni: Bærinn Uppsalir í Þorskafjarðarslcógum, þar sem Oddur bjó, fað- ir Þóris, heitir nú í Skógum, en nafnið Uppsalir er eigi viðhaft. í túninu f Skógum er sýndur bautasteinn Odds. En þó virðist steinninn fastur í klöpp. Bærinn Breiðbólsstaður, eða Gfröf á Reykjanesi ^sjá kap. 6), er nú eigi til með því nafni. En líkleg tilgáta er, að það sé einmitt Staður. Það er endingin af nafninu BreiðabólssfaúMr, og þar, en hvergi annarstaðar á nesinu, gatátt við eftir landslagi að kalla »Gröf«. Afstaðan kemur og velheim við söguna. En um Breiðabólstað á Skógarströnd getur þar eigi með nokkru móti verið að ræða. Bærinn Naðrsdalur (sjá k. 1.), er nú i eyði, en dalurinn er alment nefndur Naðdalur. Þar er allmikið af seljatóftum, og eru sumar þeirra ef til vill settar of- an á bæjarrústina. Sjást eigi glögg skil á henni. Sama er að segja um Askmannsstaði (k. 7.). Sá bær hefir verið þar sem nú heitir Seljadalur milli Skóga og Kinnarstaða; en bæjarrústin verður eigi aðgreind frá seltóftum, og munu sumar þeirra settar ofan á hana. Hesttangi, þar sem Kinnskær kom á land« (k. 17.) heitir nú Hesthólmi, þvi hann er nú umflotinn um flóð. Hann er i fjörunni niður frá Kinnarstöðum; verður að skilja söguna svo, að Þórir hafi komið austan yfir fjörð, en hesturinn synt austur yfir aftur, er hann »ærðist« í fjörbrotunum. Hítt er auðsætt, að fyrirsátið og bardaginn var fyrir vestan fjörð, nær niður frá Hjöllum: Þórir elti Helga út til Kálfár, — sú á heitir nú Hjallaá, —- og drap hann hjá Helgasteini. Helgasteinn heitir enn stór steinn í fjörunni eigi langt frá ósi Hjallaár. Upp með Hjallaá eru gljúfur mikil: þar hafa heitið Kálfárgljúfur (k. 14.), meðan áin hét Kálfá. Þar uppí f hálsinum, f daldrögum upp frá ánni heitir Frákkamýri og Blígslækur (s. st); hann er nú oft nefndur Bleikslœkur. — Örnefnið Tröllagata (k. 13.) milli Skóga og Kinn- arstaða er nú eigi lengur tíðkað, en menn vita hvar það var. Örnefnið Ketilbjarnarhlaup (k. 18.), er nú týnt. En í ánni er á einum stað milli Munaðstungu oe; Naðrsdals dálitil fiúð, eigi ólík því er sagan lýsir Ketilbjarnarhlaupi. Hefir Ketilbjörn þá ætlað að leita til Naðrsdals og vænt þar mannhjálpar, og má það lik- legt telja. En þá er það orðvilla í sögunni er húu segir að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.