Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Síða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Síða 39
39 gili á Rangárvöllum. Því hefir Sandgil bygst aftur og verið bygt 1760. Og svo sagði Guðrún á Reynifelli, sem mjög er áreiðan- leg, að hún mundi eftir sveitarkerlingu á Keldum, er Kristín hét, Loftsdóttir (f 1843, 79 ára) og heyrði hana segja frá þvf, er hún hafði heyrt um Sandgils feðga, er bygt höfðu Sandgil upp aftur. Nefndi hún föðurinn Bjarna en son hans Guðna. Hafði hún heyrt þeim borið harðneskju- og óvinsældarorð. Ekki gat hún þess, að Sigurður, faðir Guðna á Geldingalæk, hefði verið í Sandgili. Þar- eð nú Guðni Brandsson bjó á Árbæ 1709—1729 og ef til vill lengur, þá er svo að sjá, sem Guðni Bjarnason í Sandgili sé ann- ar og yngri maður, og að Sigurður, sonur Guðna Brandssonar, hafi getið Guðna á Geldingalæk við dóttur Guðna Bjarnasonar. Það getur staðist, þar eð Guðni Sigurðsson var fæddur í Sand- gili. Kristin Loftsdóttir hafði talið Guðna Bjarnason móðurföður Guðna Sigurðssonar. En hjónabandsbarn hefir hann þá ekki ver- ið, því Sigurður átti aðra konu. Að svo stöddu verður þetta eigi skýrt betur. Br. J. Aðrar leiðréttingar í Árb. fornl.fél. 1898. Bls. 3. 1. 11. Kleyfa les: Klofa. Bls. 7. 1. 15. 1884 les: 1784 Bls. 22. 1. 36. vestarlega les: austarlega. Bls. 24. 1. 21. austur les: vestur. Áttartáknun vantar á þrjá uppdrættina, nfl. Þingholts þing- stað, Qrœnuflatarrústir og Á, eða Árbæ hinn forna. Norður er til hægri handar á þeim öllum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.