Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Qupperneq 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Qupperneq 34
34 vel sýndar. Hin myndin er Spes (Vonin); hún stendur við stórt atkeri og fórnar höndum; í klæðaburði líkist hún hinni, þótt litir séu með öðrum hætti. Yfir myndunum eru blaðagreinir en und- ir þeim nöfnin FIDES og SPES. Næst þessum myndum, í miðj- um efsta reit, er fljúgandi engill í heilu liki með básúnu í hægri hendi og blásandi í hana en langa (pálmaviðar-) grein í vinstri; hann er í kirtli með stuttermum; fyrir ofan hann standa orðin: Virtútes Sectare (iðka þú dygðir). Yzt til hægri handar standa tvær myndir saman og undir þeim nöfnin: CHARITAS (Kærleik- urinn) og PIETAS (Guðhræðslan); hin fyrnefnda heldur á tveim börnum, sinu á hvorum handlegg og heldur annað þeirra um háls myndarinnar, en hitt leggur hægri höndina á brjóst hennar, hin myndin heldur í annari hendi á stóru (nægta ) horni með blómum upp úr, í vinstri hendi hefir hún hjarta og er sem leggi loga af. Búningur þessara mynda er líkur hinum fyrgreindu en litir og klæðafellingar nokkuð frábrugðin. Miðreit ábreiðunnar er einnig þrískift; í honum miðjum er skrauthiið mikið í hring- bogastíl með súlum til beggja hliða, á þeim er talsvert verk upp fyrir miðju, þar endar það í blaðakrans og eru súlurnar úr því sivalar og sléttar og fara mjókkandi eftir því sem ofar dregur; efst eru stór súluhöfuð, eigi ólík súluhöfuðum í korinþiskum stíl. Yfir hliðinu eru blóm og blaðagreinir. Inni í hliðinu sér á tjöld með haglega gerðum fellingum, miðtjaldið er gult með miklu kögri en hliðartjöldin rauð, svæðið þar niður undan er alsett stjörnum. í hliðinu standa 3 myndir: karlmaður í miðið ber- höfðaður með sítt hár, i rauðum kirtli hlaðbúnum að neðan og um háls og ermar, með belti um sig, hann er f knébrókum og hosum knéháum með niðurbrotnar fitjar; um sig hefir hann sveip- að nokkurs konar yfirhöfn og upp um hægri öxl. Undir mynd- inni stendur nafnið Tobias. Honum til vinstri handar stendur kona, líkt klædd og hiuar íyrnefndu, og þar undir nafnið Sara en til hægri handar við hann engill með útþöndura vængjum f skó- sfðum kvenkirtli og öðrum stuttum yztum klæða, með belti um sig; undir myndinni stendur nafnið Raphael (Sbr. Tobiasarbók 11. og 12. kap.). Tilbeggja hliða við þetta skrauthlið eru önnur minni súlnahlið; í hliðinu vinstra megin á myndinni stendur kona með krosslagðar hendur á brjósti og lamb við hlið sér; undir stendur orðið MANSVETUDO (Hógværð); i hliðinu til hægri hand- ar stendur einnig kona með litið sveinbarn við hlið sér í gulum stakki með kringlóttri höfuðsmátt og löngum ermum, i knébrók- um og hosum með uppháa skó; sveinninn heldur að sér höndum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.