Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 4
4 vesturenda. Þar litlu austar er likast að dyr hafl verið á suður- hliðvegg, þó verður það eigi ákveðið. Og öll er tóftin svo forn- leg og niðursokkin, að gætni þart til að átta sig á henni. Þó virðist auðsætt, að það sé bæjartóft. Við- austur enda hennar er önnur tóft, lítil og full af grjóti. Þá er hin þriðja austast og er sú glöggust og nýlegri en hinar. Gæti það verið fjárhústóft, er siðar hefði verið sett t. a. m. í fjóstóftina. Þar austan við vott- ar fyrir leifum af tóft, ef til vill heystæði, og má vera að úr henni hafi verið tekið efni í fjárhússveggina, — því ekki hefir fjárhúsið verið sett þar fyr en bærinn var aflagður, er virðist hafa verið allsnemma. Bak við rústirnar liggur djúp laut er lítur út fyrir að hafa verið rœsi, til að verja húsin fyrir vatns- uppgangi undan brekkunni. Litlu ofar er girðing, aflangt kringlótt, nál. 5X6 fðm. innanmáls. Þar á sjást engar dyr, því hefir það varla verið gjafahringur (»gaddur«), og tilheyrt fjár- húsinu, en líklegra að það hafi verið akur eða hvanngarður, og tilheyrt bænum. Skyldi eg nokkurs geta til um Steinröðarstaði, þá þætti mér liklegast, að þeir hefði verið hér. Vatnsbrekka er fegursti staðurinn sem til er við vatnið, og þar er hægt til skóg- arhöggs, útbeitar og veiðiskapar, svo að eigi mundi annarstaðar betra. 2. Sethergsbalar heita uppi undir hlíðinni, þar sem undir- lendið er farið að breikka, og eru kenndir við klett einn í hlíð- inni þar upp undan, er Setberg heitir. Djúp og mjó laut er milli balanna og hlíðarinnar, og einnig er lægð niður frá bölun- um bakvið ásinn, sem Vatnsbrekka er hinum megin í. A Set- bergsbölum eru allmiklar rústir og misgamlar. Hin vestasta er miklu nýlegust, og skal eg láta ósagt, hvort það hefir verið kot eða sel, tel hið fyrra þó líklegra. Hún er 8 fðm. löng og 4 fðm. breið um miðjuna. Dyr eru á miðri suðausturhlið, og þar fyrir innan 2 tóftir, sin til bvorrar handar og hin þriðja beint innúr. Vestast er sérstök tóft, opin mót vestri. Sérstök tóft gengur og suður úr norðausturendanum, Kklega fjárrétt. Litlu austar er sú rústin sem fornust sýnist. Hún sést ógjörla nema vel sé að gáð. Hún virðist vera skift í 3 tóftir, og er hin vestasta stuttogbreið og eins hin austasta, en miðtóftin löng og mjó. Dyr virðast hafa verið á vesturenda. Enn litlu austar er hin þriðja rúst, litið glöggvari, 6 fðm. löng og 4 fðm. breið, meðdyr í suðausturhorni og afhlaðna innitóft í norðausturborni. Fleiri rústir óglöggar, eru þar. Þessi staður er eigi lengra frá Vatnsbrekku en svo, að ganga má á 10 minútum, og næstum þar uppundan, en örskamt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.