Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Qupperneq 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Qupperneq 12
12 Samt getur slíkt verið að kenna ónákvæmni hjá söguritaranum og tilhneigingu til að vera stuttorður. Þetta segi eg ekki til að kasta rírð á söguna. 0g eigi rírir það heldur álit mitt á henni þó þær frásagnir hennar, sem í útlöndum gerast, séu nokkuð »þjóðsögulegar«. SÞks kennir í fleiri sögum, og hefir það sinar eðlilegar orsakir. Grettissaga fer eigi fram á þessu svæði nema að því, að Grettir var einn vetur á Reykjahólum. Segir þar frá því er hann sótti nautið út i Ólafseyjar með þeim fóstbræðrum Þorgeiri og Þormóði. Sú ey, sem nautið var í, er nú vanalega nefnd Hólaey (o: Reykhólaey), en Hafraklettur er kallaður »Latur«, því sjómönnum þykir seigróið fram hjá honum. Hválshausshólmi ber enn það nafn. Munnmæli segja, að þá er Grettir bar naut- iðheim, hafl gjört fjúk og hafi hann villst þangað sera Bolasheið heitir nokkru fyrir vestan tún á Reykhólum. Þar hafl sendi- menn Þorgils mætt honum. En eigi ber því heim við cöguna, þvi þar verður eigi sagt, að þeir væri komnir »ofan undir Hell- ishóla«. Eigi hefði Grettis heldur verið leitað vestur á Bolaskeið, ef eigi sást til hans. Mun »Bolaskeið« því kennt við annan bola, en sögnin myndast af því nafni. Grettislaug heitir suðaustaní túnbrekkunni á Reykjahólum, og er réttmæli, að Grettir kæmi »neðan frá lauginni« er Þorgeir mætti bonum. Grettislaug hefir verið nokkuð stór og vandlega bygð úr stóru blágrýti, og er það aðfiutt. Heitt vatn rann i hana um rennu úr hver, sem þar er litlu ofar, sem stífla mátti ettir vild og láta svo vatnið biða þess, er það var hæfilega volgt; en ekki er þar kalt vatn til að kæla með. Nú er laugin skemd: hefir átt að minka hana, lfklega til þess hún væri fljótari að fyllast og að vatnið í henni væri fljót- ara að kólna. Hefir verið byrjað á því og hætt við hálfgjört. Er sagt, að það hafl gjört sunnlenzkur kaupmaður fyrir miðju þessarar aldar. Fóstbrœðrasaga heflr einnig gerzt annarstaðar að mestu leyti og um þau atriði hennar, sem gerzt hafa á þessu svæði, er sögu- ritarinn mjög fáorður, svo þar er ekkert (hægt) um að segja. Hann getur t. a. m. ekki um viðureign þeirra fóstbræðra við Gretti. Virðist þó i upphafi sögunnar, að hann sé að gera sér far um, að láta Gretti verða lesendum kunnan, eins og hann ætli að segja meira frá honum siðar, en hafi svo annaðhvort gleymt þvi, eða sleppt því viljandi þegar til kom. Gæti sú verið orsök- in, að hann hafi ekki treyst sér til þess, að láta viðskifti Þor- geirs og Grettis taka sig svo út, að Þorgeir hefði heiðurinn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.