Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 27
27 líklega verið sonarsonur Halls hins eldra. Halls hins ingra er oft getið í Sturlungu. Eftir Sauðafellsför Vatnsfirðinga 1229 var hann sendur norður í Hrútafjörð með öðrum manni til að segja Sturlu tíðindin, og má ráða af orðum sögunnar, að hann hafi þá átt heima í Haukadal (eflaust að Jörfa)1. Síðan var hann með Sturlu að vigi þeirra Vatnsfirðinga 1232, og má marka aldur hans af frásögn Sturlungu um þennan viðburð. Er sagt, að hann hafi mælt við Snorra Þorvaldsson: »Vit erum hér menn yngstir ok megu vit reyna með okkr ef þú vilt«. Hann hefur eftir þessu verið á aldur við Snorra, enn hann var 18 vetra, þegar þetta gerðist. Er Hallr því fæddur um 1214a. Enn er Halls getið með Sturlu Sighvatssini i Örligsstaðabardaga 1238, og er hann þar ímist nefndur Hallr Arason eða Hallr á Jörfa3. Ekki er Hallr talinn meðal þeirra manaa, sem fjellu á Örligsstöðum, enn eftir þetta finn jeg hans hvergi getið, og er ekki nú unt að segja, hvenær hann hafi dáið, enn líklegt er, að hann hafi lifað talsvert fram ifir miðja öldina. Hann var á aldur við Sturlu Þórðarson lögmann, sem dó 12844. Aldur rúnasteinsins kemur vei heim við það, að hann sje annaðhvort settur eftir Hall eldra eða Hall ingra. Enn úr hinu er vandi að ráða, eftir hvorn þeirra hann er. Það raælir með Halli eldra, að hann bjó á Höskuldsstöðum sem hefur vafalaust altaf átt kirkjusókn að Hjarðarholti, enn aftur á móti er liklegt, að Jörfi hafi á 13. öldinni átt kirkjusókn að Vatnshorni í Hauka- dal. Enn samt er það ekki óhugsandi, að Hallr á Jörfa hafi verið grafinn i Hjarðarholti, einkum ef ættfólk hans hefur verið þar jarðsett. Jeg skal láta þetta liggja á milli hluta, hvor Hall- anna á steininn, þó að mjer þiki Hallr hinn eldri líklegri til þess. Enn hitt virðist vera víst, að þessi rúnasteinn er hinn elsti, sem hingað til hefur tekist að ættfæra til manna, er sögur fara af. 1) Sturl.1 II, 108.—109. blg., >1, 287.-289. bls. 2) Sturl.1 II, 131. og 135 bls. (sbr. um aldur Snorra 133. bls.). *I, 305. og 308.—309. bls. (sbr. 306. bls.). 3) Sturl.’ II, 218. bls, *I, 373.—374. bls. »Hallr af Jörfa« er hann og nefndur i Sturl. ‘II, 171. bls. *I, 337. bls. 4) í registri sínu við Sturlungu gerir Gruðbrandur Yigfússon einn mann úr Halli eldra og Halli ingra, enn aftur hefur hann Hall af Jörfa sem sjerstakan mann (Sturl.2 II, 434. bls. síðara dálki). Sami ruglingurinn er i registrinu við hina eldri útgáfu Sturlungu. 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.