Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Síða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Síða 7
7 sem Músará hefir myndað þar. Sú á rennur í austanverðan fjarðarbotninn, en Þorskafiarðará í hann vestanverðan, og hafa þær báðar myndað þar mikið aurland (»delta«) og miklar grynn- ingar út eftir firðinum. I fornöld hefir Músará runnið vestur um aurlandið nálægt Þorskafjarðará eða jafnvél saman við hana, en austurhluti aurlandsins hefir þá verið fögur grasslétta. Á þeirri grassléttu hefir þingstaðurinn verið, nema fáeinar búðir, sem staðið hafa við rætur fjalls þess, sem strax tekur þar við sunn- anmegin. Á seinni árum hefir Músará kastað sér suðurávið, og rennur nú í mörgum kvíslum um þingstaðinn. Hefir hún eyði- lagt hann svo, að eigi sér eftir nema brot af fáeinum tóftum. Á þessari öld voru þar lika hlaðnar tvær nýjar búðartóftir banda »Kollabúðafundum«, og voru þær settar ofan á fornar vústir, sem því eru eigi lengur til. Á neðsta þrepi fjallsrótanna, sunnan- megin við aurlandið og fjarðarbotninn, þóttist eg sjá búðarrústir á fjórum stöðum: Hin insta er litlu utar en á móts við hinar nýju tóftir. Það er ein búðartóft, 7—8 fðm. löng. Þar litlu hærra virtist mér votta fyrir eins og hringmyndun, þó er hún eigi svo glögg, að sjá megi með vissu hvort það er manna- verk. Nokkru utar er önnur tóft, viðlíka stór, og snýr nær til útnorðurs. Vestan við hana rennur lækur ofan, og þar litlu vest- ar vottar fyrir tveim rústum, og virtust mér þar vera tvær tóft- ir á hvorum stað, en rajög svo óglöggvar. Þetta er alt og sumt sem eftir er af þingstaðnum. — Capt. D. Br. lét máJara sinn, listamanninn J. Klein, taka mynd af staðnum, og mun hún á sfn- um tíma koma i Árbók fornleifafélagsins. Landnáma getur eigi atburða, er gerzt hafi á þessu svæði, utan það er grenitréð mikla rak hjá Hallsteini goða. Qrenitrés- nes heitir enn við mynni Þorskafjarðar, skamt frá Hallsteinsnesi. Eru þar sýndir klettar þeir, sem tréð á að hafa verið lagt upp á, líklega til sögunar. Goðahof Hallsteins er sagt að staðið hafi í Godahvammi, skamt austur frá túninu. Er þar þúfnabarð allmik- ið hrísi vaxið, og er eigi hægt að sjá skii á tóftinni. »Haugur« Hallsteins er sjndur niður í túni á Hallsteinsnesi, en það er raunar klapparbali með jarðvegi á. — Geirastaðir, sem Landn. nefnir, bera nú eigi það nafn. En eigi er um að villast, að það er sami bær og Ingunnarstaðir. Þar bjó á söguöldinni Ingunn ekkja Glúms Geirasonar, hefir bæjarnafninu þá verið breytt og kent við hana. Eigi þekkist nú heldur nafnið Þorgilsstaðir i Djúpaflrði. Geta má til, að það sé sami bær og Miðhús. Sú

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.