Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 13
13 Hinn eini atburður, sem sagan getur um á þessu svæði, er það, er þeir Þorgeir hófleysa og Eyjólfur drápu hvor annan við Garpdalsá. En ekki gefur hún þar tilefni til neinna staðlegra athugasemda. Svo segja munnmæli vestra, að Þormóður hafi ekki skilið við Þorgeir norður á Ströndum, sem af sögunni er þó að ráða, heldur við forvaðan, sem er út með Gilsfirði fyrir utan Brekku: hafi sjór verið failinn undir hamarinn. Þorgeir hafi hleypt á sund fyrir hann, en Þormóður horfið aftur. Þetta er ekki ósenni- legt: Má hugsa sér, að Þormóði hafi ekki sýnst ráð að skilja við Þorgeir þá þegar, er hann kom orði að því að þeir reyndi með sér, heldur hafi hann raunar fylgt honum sumarið út. Um haustið hafi þeir farið af Ströndum báðir, áleiðis til Reykjahóla, og þá hafi Þormóður sætt tækifæri að skiljast við hann, er Þor- geir reið frá honum fyrir forvaðann. Hafi Þormóður svo farið vestur Brekkudal og síðan heim til föður síns. Þetta þarf ekki að korra 1 mótsögn við söguna, þegar þess er gætt, hve fljótt hún fer yfir. Forvaðinn er enn svo, að þurt er undir hamrinum um fjöru, en sund um flóð. Er hamarinn kallaður Drífandi, og mun það koma af þvi, að lækjarsitra fellur ofan af honum á einum stað og myndar fláan fors, því hamarinn er þar eigi lóð- réttur. Er líklegt, að í fyrstu hafi forsinn verið kallaður Drif- andi, en hamarinn haft nafn af honum og heitið Drifandaharaar, en forsinn svo týnt nafninu, af þvi hann er svo lítill, og það verið fært yfir á hamarinn. Slíkt hefir víða átt sér stað. Viðaukar 1898. P* I. Skipapollur heitir vatnsgrifja mikil i mýrinni fyrir norð- an Staðarhól, nálægt miðri, en hún er allbreið. Frá pollinum rennur allmikill graflækur norður í ána, nálægt því sem Hvolsá og Staðarhólsá koma saman. Feliur sjór þar inn um flæði og eftir læknum alt inn í Skipapoll. Er sagt að Staðarhóls-Páll gamli hafi látið grafa, eða að minsta kosti rýmka, bæði lækinn og pollinn, leitt svo flutningaskip sín inn úr Salthólmaósi eftir læknum inn í Skipapoll, lagt þau þar og affermt, dregið síðan

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.