Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 2
2 þó er hinn nyrðri óglöggur ,og er sem þar gangi smákofatóft inn í vegginn og snúi dyrum í norðaustur, þó verður það eigi fullyrt, og er mögulegt að vatn og klaki hafi inyndað þessa tóftarlíkingu, hún er svo óglögg. Nyrzta tóftin heflr að norðan víðan ferhyrn- ing, um 16X18 al., og er það án efa heygarðurinn; en að sunn- anverðu, þar sem fjóstóftin má hafa verið, er nú stekkjartóft, nær 18 al. löng og er hún nýlegri en rústirnar sjálfar, og þó ekki mjög nýleg. Hún snýr dyrum til suðausturs, eins og fjjósið mun hafa gjört. Fyrir aftan gafl hennar sér nál. 8. al langan part af hinni fornu rúst, og er það líklega innri hluti fjóssins. Eigi er samt unt að ákveða lengd þess, því óvist er að dyr þess hafi tekið jafnlangt fram og dyr stekkjartóftarinnar nú. Fyrir fleiri smátóftum vottar þar, en þær eru svo niðursokknar, að þeim verður eigi lýst. Aðaltóftirnar, sem nú var lýst, eru einníg mjög niðursokknar og úr lagi gengnar, þó þær séu nokkru glöggvastar. Lækur rennur ofan hjá rústunum, og hefir hann myndað vellina sem þær eru á, og enn ber hann oft aur yfir þá. Þess vegna hafa sauðahúsin, sem sagan nefnir, eigi verið sett þar. Þau hafa að líkindum verið sett litið eitt sunnar og of- ar, og bærinn Rrokur svo verið gjörður úr þeim síðar. En með- an þar var eigi bær, hefir þetta pláss, sem er dalmyndað fengið nafnið »Krókur«, og því hefir bærinn verið nefndur svo, en eigi Grímkelsstaðir, sem réttast hefði þó verið, því raunar er það sami bær, færður úr stað um túnsbreidd að eins. Vel á það við að segja. að Grímkell byggi »suður at Fjöllum«, er hannbjóþar, þvi hinn dalmyndaði »krókur« gengur suður í fjöllin. Rrókur er í Ölfusvatnslanái, en þó svo langt þaðan, að eigi gat Grímkell vel notað land það er Ölfusvatn notar nú, utan að flytja þangað búferlum. Var það og fýsilegt, því þar er vetrarriki minna og skemra til veiða í vatninu. Ef til vill hefir og ágangur lækjar- ins hvatt hann til þess að flytja bú sitt. En spyrja má, hví hann settist eigi strax að Ölfusvatni? Liklega hefir þar verið bæráð- ur, og honum hefir Grímkell síðar náð undir sig, og þá fært bú sitt þangað. Eitt af fjárhúsum þeim, er standa í túninu á Ölfusvatni, er kallað hofhús. Þar á hofið Grímkels að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu. Qrímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Qrímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurend- ann, og um 2 al. á hæð. Hvort grjót er þar í var ekki hægt Á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.