Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 9
9
Ketilbjörn hlypi út frá bænum«. Hann hefir hlaupið inn frá
bænum. Ut frá bænum Tungu rennur áin á eyrum, og er þar
hvergi um »hlaup« að ræða. Geta verður þess, þá það komi
ekki sögunni við, að þá er spurt er um Ketilbjarnarhlaup, visa
menn á svonefndan Ketilbjarnarstíg. Það er klettur á dálitlum
hól inn með ánni að vestanverðu, og er hann að því leyti ein-
kennilegur, að ofan í hann eru 2 holur með nokkru millibili; er
önnur svo víð að stiga má fæti ofan í hana, og tekur manni hér
um bil í miðjan legg; hin er eigi víðari en rúmlega fyrir hand-
legg manns, og svo djúp, að taka mundi í mitt lær. A Ketil-
björn að hafa staðið á stúfnum í henni en heila fætinum i hinni.
Slíkt er meiri fjarstæða en svo, að nú detti nokkrum ibanni í
hug að trúa því, þó sögninni sé haldið uppi. En tilefni til sagn-
arinnar má hugsa sér: Frá kletti þessum sér þann stað í ánni,
sem ætla má að sé Ketilbjarnarhlaup, og áður er getið. Vildi
maður nú vísa öðrum á þann stað, án þess að fara sjáifur með,
þá lá nærri að vísa á þenna klett og miða við hann. Gat svo
orðið úr því nokkurs konar hausavíxl. Eigi getur sagan um
hvar Þórir heygði Ketilbjörn. Liklegt er að hann hafi heygt þá
Asmund báða saman. En leiði Asmundar finst nú ekki. Ás-
mundarhváll (nú Asmundarhóll) er hár grjótás inn frá Hrísahváli
(nú Hríshóli) gegnt Munaðstungu. Hann er blásinn ofan. A
austurhorni hans er dálitil lægð og er auðséð, að kastað hefir
verið lausu grjóti á tvo vega frá henni fyrir löngu. Hygg eg
vera mega, að hér hafi haugurinn, eða dysin, verið, og þetta sé
frágangur þeirra er rofið hafa. I flóanum milli Hríshóls og
Hafrafells er nú að vísu kallað Ketilbjarnarleiði, það er aflöng
klöpp með vörðubroti á. En af sögunni er að sjá, að þar ná-
lægt hafi Már verið veginn. Er því líklegra að hann hafi verið
heygður hér, en svo víxlað nöfnum, þá má klöppin hafa verið
hulin jarðvegi og skógi; nú er eigi annað eftir af leiðinu en
grjótið í vörðubrotinu. — Bærinn Másdalur (k. 19.) er eigi til, og
enginn dalur með því nafni, eða sem liklegt sé að sá bær hafi
verið í. Hygg eg nafnið sé ritvilla fyrir Naðrsdalr, og að Naðr
gamli hafi, eftir dauða Ásmundar, tekið til sín Ottar fóstbróður
Þóris, sjálfsagt eftir ráði hans. Þá kemur það vel heim, að Þór-
ir sendi Ottari orð, er hann var kominn austur yfir Þorskafjörð,
Óttar kom þegar, og riðu svo báðir inn til Steinólfsdals. Eigi
gat eg fengið vissu um, hvar bærinn Völvustaðir i Kambsheiði
hefir staðið. í landnámi Steinólfs hefir Heimlaug ekki búið, en
2