Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Side 35
35 og leggur konan hægri höndina á höfuð honum en heldur vinstri hendi undir yfirhöfnina; hún er í rauðum kirtli. Undir myndinni stendur HUMILITAS (Auðmýkt). í neðsta reitnum eru 5 súlur og jafnlangt í milli allra, upp úr hverri þeirra ganga blómstur og blaðagreinar, er kvíslast til beggja hliða. Yzt til vinstri handar milli tveggja súlna stendur kona í gulum, síðum kirtliog heflr sveipað um sig rauðum hjúpi niður frá mitti, í brjósti henn- ar stendur sverð og snúa hjöltin og meðalkafli upp, vinstri hendi heldur hún um sárið en í hægri hendi heldur hún á langri (pálmaviðar-)grein; undir myndinni stendur PATIEiS'TIA (Þolin- mæði). I næsta súlnamillibili stendur önnur kona, hún ber hátt hægri höndina og heldur i henni á keri, hellirhún úr því í ann- að ker, sem hún heflr í vinstri hendi niður með síðunni og sést bunan milli keranna, hægra megin við myndina liggur lítill hringmyndaður hlutur og á honum kúla, en vinstra megin lítill þrfstrendur hlutur; undir myndinni stendur TEMPERANTIA (Hófsemí). Þá er f næsta millibili kona, sem hefir sveipað um sig miðja og upp um hægri öxl rauðum dúk eða blæju, ekki hef- ir hún annað klæða, hægri hendinni tekur hún neðan í dúkinn, vinstri heldur hún á brjóstinu og situr þar á fugl (dúfa?), undir stendur CASTITAS (Skírlífi). Þá er loks kona yzt hægra megin á ábreiðunni í gulum skósíðum kirtli og hefir sveipað blæju um sig miðja, við hlið hennar er hár (stein-)stólpi eða súla, heldur hún um hana hægri hendinni en vinstri leggur hún á hjartað undir myndinni stendur orðið CONSTANTIA (Staðfesta). Ábreiða þessi mun vera íslenzk að efni, lit og verki; hana heflr átt dr. Grímur Thomsen á Bessastöðum, kvað hann hana saumaða af dætrum Sæmundar prófasts Kárssonar í Glaumbæ í Skagafirði, (f. 1556, d. 1638), og er hún þá hér um bil 300 ára gömul. Skrín. (Nr. 3612). Skrín þetta er 12 þuml. á hæð og 13 þurnl. á lengd að neð- anverðu, 4J/2 þuml. á breidd, í laginu er það líkast húsi eða kirkju eins og skrin oft hafa verið (sbr. Worsaae: Nord. Olds. Kbh. 1859 nr. 526 og 527), þakið er hátt og afar-bratt og stendur þakskeggið mikið út, hliðarnar hallast lítið eitt inn á við, svo að skrinið er því mjórra sem nær dregur þakskeggi. Stallur eða útskot er á 5*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.