Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 5
5 milli vatns og fjalls. Þykir mér því fremur ólíklegt, að hér sé um tvær aðskildar jarðir að ræða, heldur sé alt sama jörðin, Steinröðarstaðir; hafi þar snemma verið tvibýli og annar bærinn settur uppi á Setbergsbölum. Sá er þar bjó hafi síðar lagt Vatns- brekkubæinn undir sig og sett þar fjárhús, en bygð haldist lengi á Setbergsbölum, þar til skriða má hafa tekið af vatnsbólið, sem líklega hefir verið í hinni djúpu laut. Nú er hvergi vatnsból hjá Setbergsbölum. 3. Rleyfardalur heitir suðvestur með hlíðinni, litill dalur og þó fagur, en hrikalegt i kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískift og eru engar dyr á milliveggnum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 21/* fðm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekk- ert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Stein- röðarstöðum(?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.