Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 26
26 þegar dauðir menn eru nefndir1. A Höskuldsstaðasteininum eftir Martein prest, sem er hinn elsti rúnasteinn, sem menn hingað til hafa getað ársett með nokkurri vissu, stendur engin slík firirbæn, og er hann írá miðri 14. öld. Auðvitað er hæpið að ráða nokk- uð af því um aldur steinsins, þó að engin slík íirirbæn sje á hon- um, enn í sambandi vid hin aldursmerkin, sem áður vóru talin, er það þó ekki þíðingarlaust. Alt virðist þannig benda til, að letur þetta sje eigi ingra enn frá 13. öld og geti jafnvel verið frá síðari hluta 12. aldar. Þá er næst að athuga,hvort vjer getum fundið nokkurn mann að nafni Hall Arason í nánd við Hjarðarholt á 13. öldinni eða seint á 12. öld. í Sturl. H, 195. bls. er þess getið, að Hallr Arason hafi búið á Höskuldsstöðum í Laxárdal um 1192, og að hann og sinir hans hafi hitt Sturlusonu við laug í Sælingsdal og skotið undan þjóf, sem Sturlusinir ætluðu að festa upp, og barist við Sturlu- sonu. Löngu sfðar, á hinum efri árum Guðmundar biskups Ara- sonar, er þess getið, í Biskupasögum I, 600, að biskup hafi gist á Jörfa í Haukadal hjá Þóreyju húsfreyju Grfmsdóttur; hún vhaföi áðr mist bónda síns, er Ari hét; þau áttu þrjá sonu, Hall ok Guðmund ok Þórarin; þeir vóru allir góðir bœndr lengi«. Þetta var að áliðnu sumri, enn sama haust er sagt, að Maga-Björn, maður Orækju, hafi farið ránsferð um Dali. Sturlunga getur um þessa ránsferð Bjarnar, og virðist hún hafa verið farin árið 1233 (Sturl. 'II, 148. bls. * *I, 319. bls.). Sá Hallr Arason, sem hjer er nefndur, getur með engu móti verið sami maðurinn og Hallr Arasou á Höskuldsstöðum, sá er áður var nefndur, heldur hefur 1) T. a. m. i vottorði Jóns ábóta i Þikkvabæ o. fl. 1. okt. 1432 nm löggjaf- ir Lofts Gruttormssonar, Isl. Fornbrjefasafn IY. 51b6: >ok heyrdum yfer lesit oped bref loptz bonda gutthormssonar — gud hans sál hafe*. I arfskifta- brjefi eftir Björn Þorleifsson ríka 23. okt. 1467 stendur: »biorn heitinn þor- leifsson faudr þeirra, sem gud hans sal hafi«, og í jarðabrjefi Ólafar Lofts- dóttur, konu Björns, dags. 24. júni 1469, stendur sömuleiðis: »bondinn biorn þor- leifsson sem gud hans sal hafi«, (ísl. Fornbrjefasafn Y, 500' og 51S6). Á rúna- steinunum hji Kálund nr. 7, bls 105 (frá Húsafelli), nr. 13, bls 108 (frá Norð- tungu) og, ef til vill, líka á nr. 16, bls. 109, sbr. bls. 124, (frá Hvammi í Norð- urárdal), stendur líka: >sem guð hans (þeirra) sál hafi«. Og á Stafholtssteinin- um, hjá Kálund nr. 17, bls. 110 (sbr. hjer að framan undir 3 tölulið) stendur: *gud hans salu hafi«. Á 2 norðlenskum rúnasteinmn, Kálund nr. 31 og 33, bls. 120 og 122 (frá Munkaþverá og Grenjaðarstað) stendur: *guð friði hennar sál«. Á Útskálasteininum, Kálund nr. 1, bls. 100 stendur: »lese þu paternoster fyrer sal hennar«, og á steini frá Hallbjarnareyri, Kálund nr. 21. bls. 112: »og bidid firir mer*. Enginn af þessum steinum er vist eldri enn 1400.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.