Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 11
11
geirsdalur (k. 2. og 17.), er milli Múlakots og Hjalla. Þar er
þúfnabarð sem bærinn var. Við læk þann, er rennur úr Þor-
geirsdal, er einstigið, þar er Gunnar rak nautin (k. 14), og er
það á veginum milli Múlakots og Hjalla. Varðafell (k. 14.) heit-
ir enn á Hjallahálsi; þar hefir naumast verið bygð að staðaldri.
Gullfors (k. 24.), heitir enn í á þeirri er rennur eftir Djúpadal.
Hann er í djúpu og þröngu gljúfri, en austanmegin er tæpur
stigur, svo að einstigi má kalla. Leikvellir (sst.) heita inn frá
gljúfrinu, og er það svo langt, að eigi kemur til mála að Þórir
hafi barist þar og hlaupið þaðan í forsinn. Sagan er þar óná-
kvæm, en getur þó til sanns vegar færzt: Fyrirsátursmenn hafa
búist um á Leikvöllum, og skemt sér þar við leiki, meðan þeir
biðu Þóris, sem vel má hafa skift nokkurum dögum; en það
stendur nú á sama. Þeir hafa sett njósn á hentugum stað og
og því fengið að vita er sást til Þóris. Þá hafa þeir farið i móti
honum og fundur þeirra orðið sunnantil í einstiginu. Þaðan var
skamt að forsinum. Þannig er frá staðlegu sjónarmiði ekkert á
móti þvi, að niðurlag sögunnar sé »ekta«, o: ritað eftir gömlu
frumriti. Ónákvæmnin gjörir það enda sennilegra, því ef það
væri tilbúningur, gjörður eftir staðlegum kunnugleik, þá hefði
verið sneitt hjá slíkri ónákvæmni. Svo sagði mér Magnús bóndi
Jónsson í Tjaldanesi, fróður sagnamaður, að á yngri árum hefði
hann séð gamalt Gull-Þórissögu handrit, samhljóða útgáfu Þor-
leifs Jónssonar. En hvað sem um það er, þá er sagan samt eigi
fullkomin eins og hún nú er. Þar vantar kaflann um viðskifti
Þóris við Þorgeir í Djúpadal, sem Guðbrandur Vigfússon getur
um í Safni til sögu íslands, I. 357. Þar má og vanta frásögn
um ævilok Kerlingar Styrkársdóttur, sem munnmæli segja að
Kerlingará í Djúpadal sé kend við, og hafi Þórir elt hana þar til
hún steyptist þar ofan í forsinn. Fleira er það í sögunni sem
bendir á að í hana vanti, eða hún hafi verið fyllri áður: Hún
getur þess, (k. 17.) að Þuríður dritkinn lét gjöra sér rekkju
gagnvart dyrum á Þórisstöðum; en þess hefir eigi áður verið get-
ið, að hún flytti þangað frá Kinnarstöðum, sem þó hefir orðið að
vera. Eigi er þess heldur getið, hvenær Óttarr, fóstbróðir Þóris,
flutti frá Skáldstöðum að »Másdal« (eða Naðrsdal?). Menn koma
fram eins og þeir væru lesendum kunnir, þó þeir hafi ekki verið
nefndir áður, svo sem Arni og Blígr, fylgdarmenn Steinólfs í kap.
15. Af þessu liggur mér við ætla, að sagan, í sinni elztu mynd
sem nú er til, sé útdráttur úr annari, ena eldri mynd hennar.
*2