Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 17
17 hefir ávallt verið með föstu þaki. Hér vantar goðastúkutóft, ef þetta ætti að hafa verið veizlusalur; getur það því eigi verið. En aftur er girðingin heldur litil til þess, að hofið sjálft hefði stað- ið inni í henni, en verið síðan sléttað út; að minsta kosti má hofið þá hafa verið mjög lítið. En þó svo hafi verið, þá lízt mér svo á, að girðingin rauni, eftir að hofið var útsléttað, hafa verið notuð fyrir gjafahring (»gadd«), hafi hún nokkurn tíma verið annað. VII. Á Hofstöðum í Þorskafirði er sýnd hoftóft í túninu norður frá bænum, það er kringlótt girðing, nál. 10 fðm. í þver- mál og uppbleypt innan; þar er í miðjunni dálítil tóft, opin í vesturenda. Er að sjá sem bænahús og kirkjugarður hafi fyrir löngu verið gjör upp úr hoftóftinni, þó eigi sé þess getið. VIII. Hölluleiði heitir einstök aflöng þúfa i túninu á Höll i Mýrasýslu. Eg fór þangað og fekk bóndann til að grafa það út. Urðu fyrir lausir steinar. En þá gjörði regnlegt, og varð hann að hætta og fara að bjarga heyi sínu. Kom þó leiðinu i samt lag áður, og lofaði að láta ekki grafa það upp, án þess að erindisreki fornleifafélagsins væri viðstaddur. Legsteinar. í Reykhóla kirkjugarði er legsteinn með svolátandi graf- letri: »Sepultus hic est Magn’ Aretivs vir insignis et clarus qui pie in Domino obiit die 9 bris 14. ano Chi ano 1635 ætatis suæ 37...........Sap. 4. Just’ si morte præoccupatus fuerit in refrigerio erit placens deo factus dilectus et vivens inter pecca- tores translatus est. — Sáler riettlatra eru í hende Drottens«. (í miðjunni, þar sem punktarnir eru settir, eru myndir á steininum: vængjað ljón og vængjuð kona (gyðja?)). 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.