Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 3
5
undir Þinghól, þó er það óglögt, enda tekur þar við nýleg tóft, sem
bænum hefir tilheyrt, hvað sem þar kann að hafa verið áður. Norð-
austur frá hólnum er enn buðaröð, sem liggur frá kvíslarbakkanum
til norðvesturs. Hún er fremur óglögg og niðursokkin. Virðast þar
hafa verið 4 búðir og eigi alllitlar. Bæjartóftin er suður frá Þing-
hól á kvíslarbakkanum, og sér einnig á búðatóttir út undan henni á
tvo vegu. Norðvestur frá bæjartóftinni og eigi langt frá henni er
enn nýleg tóft. Eigi verður séð, að hún sé sett ofan á fornvirki.
Yfir um þvera suðausturhlið hólsins sér fyrir nýlegum garði: mun
það hafa átt að verða túngarður, en raunar hefir túnið aldrei orðið
grætt, og túngarðinum eigi haldið áfram. Skamt frá suðurenda garð-
spottans hefir verið byrjað á að byggja ofurlítinn kálgarð eða eitt-
hvað þess konar, en virðist eigi heldur hafa orðið fullgert. Á norð-
vesturhlið hólsins vottar fyrir fornlegum hring; hallar honum ofan
af hólnum og er hann að neðanverðu orðinn að stórþýfi. — Utan
við ytri girðinguna suðvestanmegin er lítill hóll, lágur og flatur með
sléttu hraunmalar yfirborði. Kringum hann er hringgarður, 38 fðm.
um kring, og er hann dálítið frálaus hólnum norðanmegin. Það er
eina mannvirkið sem eg gat séð utan girðinga.
Þess skal getið, að kvíslarfarvegur liggur eftir endilangri eynni.
Það er nú grasi vaxin laut og liggur í ýmsum bugðum. Ve'stur frá
þingstaðnum hefir hún stóra bugðu austur á við og liggur þar all-
nærri honum. Hún heitir Þinglág. Langt norður frá þingstaðnum
eru í henni 2 klettar, hvor hjá öðrum. Þeir heita Hengingarklettar. —
Þess var getið hér að framan, að norðaustan við þingstaðinn beygist
kvíslin vestur á við og skilur eftir hraunjaðar fyrir austan sig.
Nokkuð löngum spöl norðar skiftir kvíslin sér í tvent: brýst eystri
hlutinn þvert austur í gegnum þenna hraunjaðar, — sem er orðinn
allbreiður, — og fellur síðan um djúpt gljúfur ofan með heiðinni.
Við þetta myndast sérstök ey, eigi alllítil, er heitir Skuldaþingsey.
Nafnið bendir á þinghald þar. En eigi sjást þar þó nein mannvirki.
Norðurendi beggja eyjanna myndar háa brún, sem er næstum bein,
en liggur þó skáhalt við, því norðausturhorn Skuldaþingseyjar nær
lengst norður, en norðvesturhorn aðaleyjarinnar skemst norður.
Vesturhluti austurkvíslarinnar, sá er skilur Skuldaþingsey frá aðal-
eynni, fellur norður af brúninni um háan og fagran foss, er heitir
Ullarfoss. Gæti hugsast, að nafnið væri myndað af froðunni neðan
undir honum. Þar er djúpur og víður hylur. Hann heitir Skipa-
pollur. Er sagt að þangað hafi Skjálfandafljót verið skipgengt í
fornöld og þar verið skipalægi. Og nokkuð er það, að kalla má
hallalaust þaðan til sjávar. Rennur fljótið þar á eyrum, sem af