Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 20
22
Glúma segir frá, 26. k., að hljóp nær bænum í Myrkárdal, »svá at
tók sum húsin«. Ber þetta vel heim.
Granabrú er nefnd í Sturlungu, Oxf. VI, 152, en ekki er tekið
fram hvar hún var eða yfir hverja ána. Af sambandinu er þó að
ráða, að hún hafi verið gegnt Hallfríðarstöðum og þó eigi allnærri.
Nafnið er týnt. En varla getur verið um annan stað að ræða en
þann, þar sem Yxnadalsá er nú nýlega brúuð, því þar, en hvergi
annarsstaðar nærlcndis, má kalla að náttúran bjóði fram brúarstað.
Og rétt neðan við brúarstaðinn er foss, sem frá ómunatíð hefir heitið
Brúarfoss. Vestanmegin við þann stað heitir Staðartunguháls, blasir
hann við frá Hallfríðarstöðum og sér glögt mannaferðir að og frá
brúnni. Sunnan á hálsinum, fyrir ofan veginn, eru 3 tóftir, forn-
legar og með móalit. Þær eru allar á sama móa og þó sín í hverju
lagi. Eigí sjást þar fleiri mannvirki. Og engin sögn er um þær.
Og með því kunnugum sýnist ónentugt að hafa beitarhús á þessum
stað, þá hefir verið gizkað á, að það væri þingbúðatóftir. Um það
verður ekkert sagt. En raundi ekki mega gizka á, að hér hafi hinir
fornu brúarsmiðir haft viðlegubúðir meðan á smiðinu stóð? Það
segir sig sjálft, að til slíkra verka hefir bæði þurft tíma og mann-
afla, þó einn hafi jafnan verið yfirsmiður. Er eigi ólíklegt, að Grani
sá, sem Granabrú var kend við, hafi verið yfirsmiðurinn, eða þá sá,
sem kom því til leiðar, að hún var gjör, þó að tildrög til nafnsins
hafi að vísu getað verið einhver önnur. Að þessi brú, eins og fieiri
brjm fornmanna, lagðist aftur af, hefir komið af viðhaldsskortin-
um, setn auðvitað lilaut að eiga sér stað á eymdaröldum landsins.
Hofgerði heitir eyðibýli milli Bakka og Auðna í Yxnadal. Þar
sér glögt fyrir túngirðingu og eru í henni tvær rústabungur — lik-
lega bæjar og fjósrúst — sem báðar eru grænar, og sýnir það, að
bygðin hefir haldist nokkuð fram eftir öldum. I norðausturhorni
túngirðingarinnar er minni girðing, eða gerði, og í því rústir með
móalit. I norðausturhorninu er ferhyrnt smágerði, ef til vill akur,
sem hofinu hefir tilheyrt. I suðausturhorninu eru tvær samhliða
tóftir, nær 8 fðm. langar og 3 fðm. breiðar. Það gæti verið fjárhús
frá bænum; en snemma hafa þau> þá verið aflögð, því lítt sér á þeim
grænan lit. I miðjum garðinum er sérstök tóft, minni en hinar og
svo mjög niðursokkin, að lögun hennar verður ekki ákveðin með
vissu. Þó virtist mér hún hafa útlit til að líkjast hoftóft. En of lítil
sýnist hún til þess. Vera má, að bærinn hafi verið settur á hof-
tóftina. Hvað sem um það er, þá sýnir nafnið, að þar hefir hof
verið, líklega heimahof Bakkamanna.