Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 21
23
Vatnsá, sem Landn. nefnir, 13. k., ætla menn að hljóti að vera
smá-á sú, sem nú heitir Hraunsá, því hún kcmur úr stöðuvatni, og
um önnur stöðuvötn er þar ekki að ræða. Landnámsbærinn »at
Vatnsá«, þar sem Þórir þursasprengir bjó, er eftir því sá, sem nú
heitir að Hrauni.
Vaská heitir dálítil á, sem kemur að austan í Yxnadalsá móts
við Gil, sem er vestanmegin, nær suður við öxnadalsheiði. Vaská
kemur fram úr gljúfrum. Norðan við ána, bak við litla hæð, vottar
fyrir lítilli rúst. Er sagt að þar hafi sekur maður haft aðsetur um
hríð. En er menn komu og sóttu að honum, á hann að hafa hiaup-
ið suður fyrir gljúfrið og fallið þar. Er þar sýnd dys hans. Þetta
kann að hafa söguleg sannindi við að styðjast. Þótt staðurinn væri
eigi óhultur, þá hefir hann eigi verið ver valinn en ýmsir aðrir
staðir, sem skógarmenn neyddust til að hafast við á. En hafi gljúfrið
eigi verið víðara en svo i fornöld, að nokkur maður gæti hlaupið
yfir það, þá hefir mikið mátt hrynja úr börmum þess síðan.
— Stefán bóndi Arnason á Steinsstöðum, ágætur fróðleiks- og
mentamaður, fylgdi mér á flesta þá staði, sem hér eru taldir, og
sagði mér margt um þá og fleira.
III. Skagaíjarðarsýsla.
1. I landnámi Þorbrands örreks. Svo segir Landn. III, 8: »Þor-
brandr örrek nam upp frá Bólstaðará Silfrastaðahlíð alla ok Norðrár-
dal allan fyrir norðan ok bjó at Þorbrandsstöðum, ok lét þar gera
eldhús svá mikit, at allir þeir menn, er þeim megin fóru, skyldu
þar bera klyfjar í gegnum ok vera öllurn matr heimill; við hann er
kend örreksheiði upp frá Hökustöðum«. Bæjarnafnið Hökustaðir og
örnefnin Bólstaðará og örreksheiði eru nú týnd. En ráða má af
líkurn hvar þau hafi verið. Um Bólstaðará getur enginn vafi verið;
hún hlýtur að vera árspræna sú, .-er kemur ofan urn gljúfragil fyrir
utan Silfrastaði. Það er nú kallað Bólugil. Nafnið Bólstaðará hlýt-
ur að vera kent við bæ, sem hefir heitið Bólstaður. Iians er raunar
hvergi getið. En til skamms tíma var bær í hlíðinni fyrir utan
Bólugil og var hann nefndur Bóla. En líka er liann í jarðabókum
nefndur Bólstaðargerði, og er það ef til vill mishepnuð tilraun til að
skýra bæjarnafnið Bóla og koma því í nokkurs konar samræmi við
Bólstaðará í Landn. Svo mikið er víst, að báðar myndirnar, Bóla