Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 45
47
Eftir dauða séra Ólafs Jónssonar í Hítardal fékk séra Einar
konungl. veitingu fyrir því brauði 16901), »en kom þangað þó ei,
þar hann deyðe það sama haust, nálægt Allra H. mo 41. árs gam-
all, úr þeirre mannskiæðu landfarsótt, sem þá geck yfer. Var hann
þá á heimreið úr skifttum frá Gaulverjabæ epter Sr Torfa Jónsson.
Komst að Hólme fyrer sunnan Hellersheiðe, lá þar fáa daga í strangre
sótt, sem hann leidde til bana«2). Allra heilagra messa er 1. nóv.,
en síra Einar dó að því er segir í ártíðaskrá séra Hannesar Björns-
sonar 21. okt. 16903). í ártíðaskrá Sig. lögm. Björnssonar stendur
21. okt. 1691, en þar er ártalið rangt4).
í Árnasafni (A. M. 96, 8vo, bls. 23—37 r) er til í handriti »Lýfs
Historia þeýrrar Gofugu og lofsverðugu Hofðings kvinnu Helgu
Magnus döttur Ad Brædratungu. — Samantekin af Heýðarlegum
kiennemanne Sr Einare Einarssine«.
Þóra lifði ekki lengi mann sinn. »Hún ól Tvíbura epter hann
dauðann, sialfann Jóladagenn, hlutu báðer skírn, dóu báðer og hún
einnenn nockru seinna«5 б). Þóra Torfadóttir andaðist 1. jan. 16918).
Þau Einar og Þóra áttu auk tvíburanna, er hún fæddi síðast og
dó af, 5 börn önnur7). Séra Jón Halldórsson skýrir þannig frá þeim8):
»(1° Brinjólfur, gott mannsefne, útlærður, dó ógiftur í bólunne. (2°
Málfríður seinne kona Sigurðar sýslumans eldra. (3° Ingebiörg, kona
Sigurðar syslumans yngra, sonar Sigurðar lögmans Biörnssonar.
(4° Margret, átte fyrst Benedict Magnusson Beck syslumarm í Hegra-
ness þínge. Síðar Guðmund skólameistara son byskups Hr. Steins,
drucknuðu báðer vofeiflega, sá fyrre á siötta sunnudag epter páska
1719 í Hieraðsvötnonum, hinn siðare á Skagaflrðe Ao 1723. (5° Hall-
dóra, giftest ecke«.
‘) Yfirf. Skálholtst. s. 207. Hist. eccl. III. 579, Prestatal VII. 6; shr. þó Isl.
ártíðaskr. 254 (þar segir 24. ág. 1689).
а) Yfirf. Skálholtst. s. 207, sbr. ísl. ártíðaskr. og Hist. eccl. 1. c.
3) ísl. ártiðaskr. hls. 197; shr. Esp. Árb. VIII. 25.
‘) ísl. ártíðaskr. s. 219.
*) Yfirf. Skálholtsst. s. 207; shr. Isl. ártíðaskr. s. 197.
б) ísl. ártíðaskr. 193 og 197; á bls. 219 segir að hún hafi dáið 1. des. 1691, en
það er rangt, — og sömul. það er segir í Esp. Árb. VIII. 25 og Safn t. s. ísl. I.
648—9, að hún hafi dáið 1690.
7) ísl. ártíðaskr. 187; Esp. Árb. VIII. 25.
9) Yfirf. Skálholtsst. s. 207.