Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 2
4
vita til. Löngu norðar er í kvíslinni dálítil ey, löng og mjó, er
heitir Bjúgey. Við norðurenda hennar beygist kvíslin austurávið,
en svo brátt aftur vesturávið, — og skilur þá eftir hraunjaðar fyrir
austan sig; annars liggur sín kvísl með hvoru fjalli utan með
hrauninu. — Við þessar stefnubreytingar kvislarinnar myndast dálítið
hálfkringlumyndað nes austur úr Þingey. A því er þingstaðurinn,
og sjást hans glöggar menjar. Heíir þó nokkuð af þeim eyðilagst við
það, að bær var gjörður þar í byrjun 19. aldar. Hann stóð um 40
ár. Eru auðþektar tóftir þær, er bænum tilheyra. En sumstaðar
sjer á forntóftir út undan þeim. Hefir þar verið bygt ofan á þing-
búðatóftir. Það er merkilegt við þenna þingstað, að utan um hann
er tvöföld girðing, hvortveggi mjög fornleg, og hafa þeir garðar verið
afar-miklir. Að austanverðu er kvíslin í stað garðanna. Innri girð-
ingin er nokkuð óregluleg: kreppist saman er nær dregur kvíslinni,
en slær sér þó út aftur. Það kemur af því, að norðurhlið hennar
beygir suður fyrir stóran hraunhól, en síðan aftur austur og norð-
austur með honum og þá fram á kvíslarbakkann. Hóll þessi heitir
Þinghóll. Ytri girðingin myndar næstum reglulegan hálfhring. Hinn
hálfhringinn á móti myndar kvíslin og má hann einnig heita reglu-
legur, nema hvað hann gengur inn á við sunnantil. Með öðrum
orðum: suðurendi girðingarinnar liggur austur á kvislarbakkann dá-
lítið sunnar en nesið fer að myndast. Búðatóftir eru eigi allfáar:
Vesturhlið innri girðingarinnar er mynduð af búðaröð, sem liggur
frá norðri til suðurs. Það eru 5 búðir: hin syðsta nál. 8 fðm. löng,
en hver hinna hér um bil helmingi styttri. Austur frá hinni löngu
tóftinni er sérstök tóft, ferskeytt, fremur lítil. Beint suður af búða-
röðinni er einstök tóft fyrir utan (innri) girðinguna og er norðurend-
inn áfastur við hana og nokkuð óglöggur, svo ekki er bægt að
ákveða lengd búðarinnar. En einna stærst er hún af búðunum.
Nokkrum föðmum austur frá búðaröðinni er nýleg tóft allmikil. Hún
hefir tilheyrt bænum og verið annaðhvort fjárrjett eða heystæði.
Hún liggur frá norðri til suðurs Fyrir búðatóftum vottar við báða
enda hennar, og eru líkur til, að hún hafi verið sett ofan á búðaröð.
Framhald af þeirri röð til norðurs heldur svo áfram fyrir utan innri
girðinguna norður að hinni ytri. Eru þar fyrir víst 4 tóftir, og
allar stórar: 6—8 fðm. á lengd, nema hin syðsta, sem næst er innri
girðingunni: hún er um 4 fðm. Á stærð við hana er sjerstök tóft,
sem liggur einstök fyrir austan þessa búðaröð hér um bil miðja.
Mitt á railli nýju tóftarinnar, sem nýlega var getið, og Þinghóls er
stök tóft, langt frá öllum öðrum; hún er einna óglöggust og eigi
stór. Ut lítur fyrir, að búðartóft sé áföst innri girðingunni sunnan