Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 27
29 an stein, sem líka hafði bolla í miðju; í milli bollanna, sem þannig hvolfdu saman, hafi leikið steinkúla, er snúið hafi verið með ási, er úr henni gekk upp um opið og efri bollann og hafði sveif á efri enda, líkt og kaffikvörn. Hafi svo korn verið látið í efri bollann, gengið þaðan niður með ásnum, er honum var snúið, ofan í hina samanhvolfdu bollana og knúsast í þeim af steinkúlunni. Eigi get eg gert mér nákvæmari hugmynd um þetta, og eigi tiltekið, hvort þetta skyldi heldur vera mölunarvél eða þreskivél, þætti jafnvel geta verið, að það hefði verið íslenzk kaffikvörn, ef þetta brot hefði ekki fundist svo djúpt í jörðu. Ekki legg eg áherzlu á þessa tilgátu. Friðfinnur gefur brotið Foi’ngripasafninu. 2. Fornleifafundur d Bessastöðum á Hrútafjarðarhálsi. Björn bóndi Jónsson á Bessastöðum á Hrútafjarðarhálsi ætlaði í vor að slétta út liólbala, sem þar er fyrir austan bæinn. Þá kom hann niður á steinaröð, sem myndaði steinþró, afianga frá suðri til norðurs. Þar voru leifar af brendum viði og í suðurendanum fanst hauskúpubrot. Vottur sást til fleiri beina. Eigi vildi bóndi eyði- leggja þenna forna legstað. Setti hann því alt í samt lag aftur. 3. Fornleifafundur í Tjarnarhoti. Bærinn Tjarnarkot á Hrútafjarðarhálsi va.r bygður nálægt byrjun 19. aldar, og vissu menn menn ekki til að þar hefði bygð verið nokkurn tíma áður. En vorið 1904 var þar reist timburhús og graf- ið fyrir kjallara. Þá urðu fyrir, suðaustan til í gröfinni, eldhússhlóð, og voru þau nál. 2 ál. undir jafnsléttu. Og í norðausturhorni kjall- aragrafarinnar fanst taisvert af smiðjugjalli. Fyrir vestan bæinn var sléttaður út hólbali. Svo sem 11/2 al. ofan í honum varð fyrir fjóstóft fyrir 2 kýr og lítiil kálfsbás út úr veggnum. öðrumegin við fjóstóftina var kindakró, og lítt fúin taðskán á gólfinu. I báðum tóftunum var á gólfinu 'fúaspýtnarusl, er vakti grun um, að þekj- urnar hefði fallið ofan í tóftirnar og aldrei verið teknar burt þaðan. Þykir líklegast, að sá bær, sem þessar leifar voru eftir af, hafi eyði- lagst í Svartadauða og eigi bygst aftur fyr en á 19. öld, og þá verið gleymdur fyrir löngu. 4. Fornleifafundur í Fljótstungu. Vorið 1905 var grafið fyrir kjallara í Fljótstungu í Hvítársíðu. A svo sem 2 ál. dýpt undir yfirborði varð fyrir hellulagt gólf. Hell- urnar voru smáar og þunnar, úr ljósleitri blágrýtistegund; en höfðu mjólkurhvítan lit á yfirborði, sem náði vel 1 línu inn í steinninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.