Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 7
sem þessi örnefni haldast, hafi bærinn verið þar hjá þeim? Það eí hægt að hugsa sér: Óþveginstunga hefir lagst í eyði. Laugamenn hafa eignast landið. Þar hefir síðan verið selför frá Laugum. Og úr selinu hefir orðið bær þá er fram liðu stundir. Þá var eðlilegt, að hann héti Laugasel. 7. Hörghus heitir lambhús á Stóru-Laugum í Reykjadal. Það stendur á hól einum suður á túninu og lítur út fyrir að hafa staðið þar lengi, — því á Norðurlandi endast byggingar vel. — Engin forn mannvirki sjást á hólnum og mjög er jarðvegur þar þunnur, svo að, þó hörgur hafi staðið þar áður, þá hefir hann hlotið að eyðileggjast og allar menjar að hverfa þá er húsið var bygt. Eru litlar líkur til að merki hans sæist undir húsinu, þó það væri tekið burtu. Nokkru austar í túninu er stór forn tóft, eða hringur, sem heitir Valhöll. Engin sögn fylgir henni og eigi heldur Hörghúsinu. Það sögðu menn mér, að vestan árinnar, þar á móts við, væri móaflesjar, er kallaðar eru Hörgur (Hörgurnar), og mundu þær hafa nafn af því, að þær væri svo harðar og hrjóstugar. Og líkt héldu þeir að kynni að standa á með Hörghúss-nafnið. En mundi hitt eigi vera nær sanni, að »Hörgurnar« hafi til forna verið skógi vaxnar, og að sá skógur hefði verið lagður til hörgsins og ætlaður til eldsneytis? 8. Finnastaðir heitir rúst, skammt norðvestur frá túni á Forna- stöðum í Ljósavatnsskarði. Hún er nær 14 fðm. löng frá austri til vesturs, og er auðséð á endatóftunum, að það er forn bæjarrúst. En um miðjuna hafa síðar verið sett fjárhús ofan á hana og sjást tóftir þeirra glögglega. Munnmæli segja, að Þorvarður Höskuldsson hafi búið á Finnastöðum. En samkvæmt Ljósvetningasögu bjó hann raunar á Fornastöðum. Þar á móti ber nafnið Finnastaðir það með sér, að það er kent við mann, sem hefir heitið Finni. Finni hét föðurbróðir Þorvarðs, — annars er nafnið sjaldgæft, — og ef Finna- staðir væri kendir við þann Finna, þá mætti líta svo á, sem munn- mælin hefði haft skifti á þeim frændunum. En nú sést það af Ljós- vetningasögu, að Finni hefir búið undir Felli í Köldukinn, svo það er nokkuð djarft, að gera ráð fyrir, að hann hafi búið á Finnastöð- um. Ekki er samt nein fjarstæða að geta þess til, að hann hafi fyr búið á Finnastöðum, en síðar undir Felli. 9. Fornastaðasel var rúmum stekkjarvegi suðaustur frá bænum. Þar sjást nú að eins stekkjarrústir. Bær var þar þó áður og hélzt bygðin svo lengi, að síðasti bóndinn þar var Jón, faðir hinna nafn- kunnu bræðra Björns í Lundi og Kristjáns á Iilugastöðum, sem uppi voru á fyrri hluta 19. aldar, og voru báðir atkvæðamenn. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.