Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 35
37 Fyrir ofan efstu línuna, sem læsileg er, standa á rönd brotsins neðri hlutir nokkurra stafa1), en ekki verður ráðið af þeim, hvað hér hafi staðið. Efsta línan byrjar á stafbroti, er líkist K, en er þó að líkindum af R. Þá kemur T (T) og því næst :. Hér lítur því út fyrir að vera endir af orði. Þá kemur F0R, og má ætla að hér muni hafa staðið: BVRT:F0R (þ. e. burtför). Vel getur átt sér stað að orðinu hafi verið skift þannig með :, svo sem gjört heflr verið á steini nr. 2 (t. d. VEG:FERDAR:DAGAR í 11.—12.1.). Aftast í efstu línu eru leifar af M að því er virðist. í þessari linu hafa ekki staðið fleiri stafir, en framan af næstu línu, er byrjar á AR:, vantar um 3—4 stafi. Hér mun því hafa staðið MIN:VAR. Kemur þetta heim við það er eftir fer. Aftast af 2. línu hefir kvarnast lítið eitt, svo að síðari leggurinn af N í LIFSIN er horfinn. Orðið HVRE er víst fyrir HVER(R)E og hefir þá E gleymst á milli V og R; ef til vill hefði leturhöggvarinn sett hér 0 fyrir E, þvi að svo var og er oft ritað. Ennfremur gæti hugsast að hann hafi ritað svona (HVRE) af ásettu ráði og. lesið V sem vu og borið orðið fram eins og nú: hvurrí; hefir hann þá gert þetta í líkingu við ritháttinn á orðinu guð, sem þá, eins og nú, var framborið gvuð (sbr. Arb. 1904, s. 37). Framan af neðstu línunni hefir brotnað lítið eitt og vantar þar auðsjáanlega N og líklega neðri depilinn af tvídeplinum á milli þess og næsta orðs (HELD). Þá kemur SINDA, sem eflaust er ef. af synd, og aftast er F með litlu lóðréttu striki útundan. Þetta hlýtur að vera skamm- stöfun og er erfitt að segja með vissu fyrir hvað hún er. Sá er letrið hjó hefir fyrir óforsjálni sakir ekki getað komið því öllu á steininn, sem skyldi, og vantar ekki lítið á. Hér er bersýnilega ófullkomin vísa eða vísuhelmingur og byrjar síðasta línan á SINDA en á að enda á orði, sem rími á móti HELD. Geta mætti til um botninn, að hann hafi átt að vera t. d.: (SINDA) Framar ei minna geld. Yrði þá vísan þannig: Burtför mín var til lífsins leið, lyktun á minni sáru neyð. Hverri sœlu eg slðan held, synda framar ei minna geld. Neðan undir er ártalið 1652 og eru 2 í laginu eins og Z svo sem þá var ritað. Fyrir aftan ártalið er fangamark eða búmerki, að líkindum þess er á steinninn hjó eða þess er lét gjöra það, en ekki verður ráðið nafnið af merkinu. — Merki þetta gat ekki orðið prentað hér. ') Grat ekki orðið prentað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.