Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 35
37 Fyrir ofan efstu línuna, sem læsileg er, standa á rönd brotsins neðri hlutir nokkurra stafa1), en ekki verður ráðið af þeim, hvað hér hafi staðið. Efsta línan byrjar á stafbroti, er líkist K, en er þó að líkindum af R. Þá kemur T (T) og því næst :. Hér lítur því út fyrir að vera endir af orði. Þá kemur F0R, og má ætla að hér muni hafa staðið: BVRT:F0R (þ. e. burtför). Vel getur átt sér stað að orðinu hafi verið skift þannig með :, svo sem gjört heflr verið á steini nr. 2 (t. d. VEG:FERDAR:DAGAR í 11.—12.1.). Aftast í efstu línu eru leifar af M að því er virðist. í þessari linu hafa ekki staðið fleiri stafir, en framan af næstu línu, er byrjar á AR:, vantar um 3—4 stafi. Hér mun því hafa staðið MIN:VAR. Kemur þetta heim við það er eftir fer. Aftast af 2. línu hefir kvarnast lítið eitt, svo að síðari leggurinn af N í LIFSIN er horfinn. Orðið HVRE er víst fyrir HVER(R)E og hefir þá E gleymst á milli V og R; ef til vill hefði leturhöggvarinn sett hér 0 fyrir E, þvi að svo var og er oft ritað. Ennfremur gæti hugsast að hann hafi ritað svona (HVRE) af ásettu ráði og. lesið V sem vu og borið orðið fram eins og nú: hvurrí; hefir hann þá gert þetta í líkingu við ritháttinn á orðinu guð, sem þá, eins og nú, var framborið gvuð (sbr. Arb. 1904, s. 37). Framan af neðstu línunni hefir brotnað lítið eitt og vantar þar auðsjáanlega N og líklega neðri depilinn af tvídeplinum á milli þess og næsta orðs (HELD). Þá kemur SINDA, sem eflaust er ef. af synd, og aftast er F með litlu lóðréttu striki útundan. Þetta hlýtur að vera skamm- stöfun og er erfitt að segja með vissu fyrir hvað hún er. Sá er letrið hjó hefir fyrir óforsjálni sakir ekki getað komið því öllu á steininn, sem skyldi, og vantar ekki lítið á. Hér er bersýnilega ófullkomin vísa eða vísuhelmingur og byrjar síðasta línan á SINDA en á að enda á orði, sem rími á móti HELD. Geta mætti til um botninn, að hann hafi átt að vera t. d.: (SINDA) Framar ei minna geld. Yrði þá vísan þannig: Burtför mín var til lífsins leið, lyktun á minni sáru neyð. Hverri sœlu eg slðan held, synda framar ei minna geld. Neðan undir er ártalið 1652 og eru 2 í laginu eins og Z svo sem þá var ritað. Fyrir aftan ártalið er fangamark eða búmerki, að líkindum þess er á steinninn hjó eða þess er lét gjöra það, en ekki verður ráðið nafnið af merkinu. — Merki þetta gat ekki orðið prentað hér. ') Grat ekki orðið prentað.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.