Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 18
20
föður Helgu, er Háls átti. Seg'ja sum, að hann bygg'i á Granastöðum,
en önnur á Amarstöðum. Og með því að kunnugt er, að bær er í
Eyjafirði, sem heitir Arnarstaðir, en enginn sem heitir Granastaðir,
þá hefir Arnarstaðanafnið verið tekið upp í textann, sem hið rétta,
í síðustu útgáfu sögunnar. En þeir, sem því réðu, hafa ekki vitað,
að eyðibœr er til í Eyjafirði, sem heitir Granastaðir. Hann er suður
í Eyjafjarðardal, svo langt fyrir sunnan Hóla, að annar bær hefir
verið þar á milli; sá bær hét Másstaðir. Sér til rústa þessara bæja
beggja. Og eftir því sem af landslagi verður ráðið, hafa Grana-
staðir ekki verið sérlegt smábýli. Hygg eg því líklegt, að þau
Reykdæluhandrit, sem hafa Granastaða-nafnið, hafi réttara: Grani,
faðir Helgu, hafi búið á þessum stað, og bærinn verið við hann
kendur.
Tjörn í Eyjafjarðardal, þar sem Hallvarður, fóstri Vigfúss Víga-
Glúmssonar, gjörði bú, hefir verið vestanmegin ár, suður af Tjörn-
um. Það hefir verið smákot og eru rústir þar litlar. — Aðrir eyði-
bæir en þessir þrír, sem nji var getið, eru ekki 1 Eyjafjarðardal.
Kárapollur heitir enn nálægt Eyjafjarðará austanmegin, gegnt
Kroppi. Hann er lítill um sig, en tiltölulega djúpur, er eigi ávalt
barmafullur og leggur vanalega seinna en áin. Gat Þórir vel leynst
þar um stund. Skálapollur heitir þar nokkru ofar. Hann er víður
og grunnur og leggur fljótt. Þar var ekki staður til að leynast í,
enda lengra að fara þangað. Fer sagan með rétt mál í þessu.
5. Hanatún. Svo segir Landn. III, 15: »Eyvindur hani . . . .
var frændi öndóttssona. Þeir gáfu honum land, ok bjó hann í Hana-
túni, .... þar er nú kallat Marbæli«. Bæði þau nöfn: Hanatún og
Marbæli, eru nú týnd. En Hanastaðir heitir eyðibýli við Eyjafjörð,
skamt suður frá Glæsibæ. Þar hafa til skamms tíma verið sauða-
hús. Fornir garðar sjást þar um kring. Þetta hefir verið í landi
öndóttssona, og ber vel heim að þetta sé hið forna Hanatún.
6. Ymsir staðir í Hörgárdal og Yxnadal.
I Fomhaga er hóll niðri í túninu, sem heitir Kirkjuhóll. I hon-
um er laut mikil, aflöng frá austri til vesturs, og er hún kölluð
Kirkjutóft. Þó er svo að sjá, sem dyrnar hafi verið á austurendan-
um. En sé þetta tóft þeirrar kirkju, sem Már Glúmsson lét gjöra,
þá mun þetta eigi óeðlilegt; þá mun það enn eigi hafa verið orðin
almenn venja hér á landi, að kirkjudyr skyldu snúa til vesturs. —
Glúmshóll heitir melhóll einn, skamt fyrir austan tún í Fornhaga.
Hann á að vera kendur við Víga-Glúm. En engin sögn er um hvaða
atvik því olli, að hóllinn fékk nafn af honum.