Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Blaðsíða 38
40 D.O.M.S. merkir Deo optimo maximo sacrum; kemur það oft fyrir á legsteinum. Það er útlagt: »Helgað guði beztum og mestum (algóðum og almáttugum)«. Síðan koma auðsjáanlega 2 tvíyrðingar (disticha) og eru síðustu staíirnir af hverju vísuorði settir í línu sér til þess að aðgreina vísuorðin og gera áletranina skýrari og fallegri. Þessir 2 tví- yrðingar hljóða þannig á íslenzku: »Hér hvílir Þorsteinn Björnsson, þessi mikli blómi (þ. e. ágætis fræðimaður) í fornsögu ættjarðarinnar. Ó, harmið, yndisleikar fornsögunnar, þessi maður dó yður til glöt- unar«. — Þá komá 3 setningar í óbundnu máli: »Hann lifði 53 ár. Dó árið 1675. Hvíli hann í friði«. Stafirnir í 2 neðstu línunum merkja máske: Ponendum (eða poni) curavit maximo optimo domino G. . . . B. . . . filius, þ. e. G. . . . B . . . son lét setja (legsteininn hin- um, eða sínum) mesta og bezta herra. En óvíst er hver þessi G. . . . B . . . son hefir verið, enda skiftir það minstu, því að þessi einkenni- lega grafskrift er mestöll, tvíyrðingarnir báðir, eftir Þorstein sjálfan. Jón prófastur Halldórsson skýrir svo frá séra Þorsteini í »Yfirferð Skálholtsstiftis** 1): »Epter Sr Bergsvein2) hielt Utskála Sr Þorsteinn launsonur Biörns Grimssonar málara3), vígður af hr. Gisla Oddsyne, mikeð brota höfuð, siervitur fiölfróður, varð þúnglega spitelskur og blindur kararmaður, fiell samt í þeim veikindum i barneignar hór- dóms-mál með Astnyu Hallsteins Dóttur. Vilde reka hennar barns- faðernes aburð til baka, hvar umm presta stefna var haldenn á Ut- skálum Ao 1659, d. 6. og 7. Decembr. af profastinum Sr Einare Illugasyne og Fógetanum Tomase Nikulássyne. Liet Sr Þorsteinn flytia sig á Sænginne á Kviktriám uppá alþíng, sunnanúr Garðe, og setia hana niður í Þíngvalla kyrkiu kór, vafðe máleð framar með flækium helldurenn forsvaraðe fyrer Synodo og miste samt kalleð Ao 1660. Flester sneiddu sig hiá að gefa sig i orðakast við hann. Þá Stadurinn skilde afhendast, var Sr Jon Daðason í Arnarbæle *) „Yferferð Skálhollts-stift'es eðr stutt Agrip Skalhollts-stiftes Presta síðan Eeformationis Tíma. Samanskrifað í eitt af Profastinum Sr Jone Halldors syne“. Hér er farið eftir handriti, skrifuðu „með hendi Sra Jóns Ketilssonar í Hiarðarholti11 (Rask), sem nú er i Arnasafni (AM. Rask 55). Þessi kafli er á bls. 194—5. 2) Bergsveinn Einarsson var prestur á Utskálum til 1638, hann átti föðursystur séra Þorsteins, Guðrúnu; og var hún móðir Þórdisar móður Þormóðar sagnaritara Torfasonar, svo að þeir Þorsteinn prestur og Þormóður voru náskyldir. s) Hann var sýslumaður í Arnessýslu, dó 1634 (eða 5); hann var sonur þeirra Gríms prests Skúlasonar i Hruna og konu hans Guðrúnar Björnsdóttur prests á Stað i Grindavik. — Sjá um ætt Bjarnar sýslumanns og þeirra systkina Islenzkar ártíða- skrár bls. 246—49. — í Espólíns árbókum VII. D. bls. 124 er skritin smásaga um Björn sýslumann og það hvernig séra Þorsteinn kom undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.