Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 38
40 D.O.M.S. merkir Deo optimo maximo sacrum; kemur það oft fyrir á legsteinum. Það er útlagt: »Helgað guði beztum og mestum (algóðum og almáttugum)«. Síðan koma auðsjáanlega 2 tvíyrðingar (disticha) og eru síðustu staíirnir af hverju vísuorði settir í línu sér til þess að aðgreina vísuorðin og gera áletranina skýrari og fallegri. Þessir 2 tví- yrðingar hljóða þannig á íslenzku: »Hér hvílir Þorsteinn Björnsson, þessi mikli blómi (þ. e. ágætis fræðimaður) í fornsögu ættjarðarinnar. Ó, harmið, yndisleikar fornsögunnar, þessi maður dó yður til glöt- unar«. — Þá komá 3 setningar í óbundnu máli: »Hann lifði 53 ár. Dó árið 1675. Hvíli hann í friði«. Stafirnir í 2 neðstu línunum merkja máske: Ponendum (eða poni) curavit maximo optimo domino G. . . . B. . . . filius, þ. e. G. . . . B . . . son lét setja (legsteininn hin- um, eða sínum) mesta og bezta herra. En óvíst er hver þessi G. . . . B . . . son hefir verið, enda skiftir það minstu, því að þessi einkenni- lega grafskrift er mestöll, tvíyrðingarnir báðir, eftir Þorstein sjálfan. Jón prófastur Halldórsson skýrir svo frá séra Þorsteini í »Yfirferð Skálholtsstiftis** 1): »Epter Sr Bergsvein2) hielt Utskála Sr Þorsteinn launsonur Biörns Grimssonar málara3), vígður af hr. Gisla Oddsyne, mikeð brota höfuð, siervitur fiölfróður, varð þúnglega spitelskur og blindur kararmaður, fiell samt í þeim veikindum i barneignar hór- dóms-mál með Astnyu Hallsteins Dóttur. Vilde reka hennar barns- faðernes aburð til baka, hvar umm presta stefna var haldenn á Ut- skálum Ao 1659, d. 6. og 7. Decembr. af profastinum Sr Einare Illugasyne og Fógetanum Tomase Nikulássyne. Liet Sr Þorsteinn flytia sig á Sænginne á Kviktriám uppá alþíng, sunnanúr Garðe, og setia hana niður í Þíngvalla kyrkiu kór, vafðe máleð framar með flækium helldurenn forsvaraðe fyrer Synodo og miste samt kalleð Ao 1660. Flester sneiddu sig hiá að gefa sig i orðakast við hann. Þá Stadurinn skilde afhendast, var Sr Jon Daðason í Arnarbæle *) „Yferferð Skálhollts-stift'es eðr stutt Agrip Skalhollts-stiftes Presta síðan Eeformationis Tíma. Samanskrifað í eitt af Profastinum Sr Jone Halldors syne“. Hér er farið eftir handriti, skrifuðu „með hendi Sra Jóns Ketilssonar í Hiarðarholti11 (Rask), sem nú er i Arnasafni (AM. Rask 55). Þessi kafli er á bls. 194—5. 2) Bergsveinn Einarsson var prestur á Utskálum til 1638, hann átti föðursystur séra Þorsteins, Guðrúnu; og var hún móðir Þórdisar móður Þormóðar sagnaritara Torfasonar, svo að þeir Þorsteinn prestur og Þormóður voru náskyldir. s) Hann var sýslumaður í Arnessýslu, dó 1634 (eða 5); hann var sonur þeirra Gríms prests Skúlasonar i Hruna og konu hans Guðrúnar Björnsdóttur prests á Stað i Grindavik. — Sjá um ætt Bjarnar sýslumanns og þeirra systkina Islenzkar ártíða- skrár bls. 246—49. — í Espólíns árbókum VII. D. bls. 124 er skritin smásaga um Björn sýslumann og það hvernig séra Þorsteinn kom undir.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.