Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 27
29 an stein, sem líka hafði bolla í miðju; í milli bollanna, sem þannig hvolfdu saman, hafi leikið steinkúla, er snúið hafi verið með ási, er úr henni gekk upp um opið og efri bollann og hafði sveif á efri enda, líkt og kaffikvörn. Hafi svo korn verið látið í efri bollann, gengið þaðan niður með ásnum, er honum var snúið, ofan í hina samanhvolfdu bollana og knúsast í þeim af steinkúlunni. Eigi get eg gert mér nákvæmari hugmynd um þetta, og eigi tiltekið, hvort þetta skyldi heldur vera mölunarvél eða þreskivél, þætti jafnvel geta verið, að það hefði verið íslenzk kaffikvörn, ef þetta brot hefði ekki fundist svo djúpt í jörðu. Ekki legg eg áherzlu á þessa tilgátu. Friðfinnur gefur brotið Foi’ngripasafninu. 2. Fornleifafundur d Bessastöðum á Hrútafjarðarhálsi. Björn bóndi Jónsson á Bessastöðum á Hrútafjarðarhálsi ætlaði í vor að slétta út liólbala, sem þar er fyrir austan bæinn. Þá kom hann niður á steinaröð, sem myndaði steinþró, afianga frá suðri til norðurs. Þar voru leifar af brendum viði og í suðurendanum fanst hauskúpubrot. Vottur sást til fleiri beina. Eigi vildi bóndi eyði- leggja þenna forna legstað. Setti hann því alt í samt lag aftur. 3. Fornleifafundur í Tjarnarhoti. Bærinn Tjarnarkot á Hrútafjarðarhálsi va.r bygður nálægt byrjun 19. aldar, og vissu menn menn ekki til að þar hefði bygð verið nokkurn tíma áður. En vorið 1904 var þar reist timburhús og graf- ið fyrir kjallara. Þá urðu fyrir, suðaustan til í gröfinni, eldhússhlóð, og voru þau nál. 2 ál. undir jafnsléttu. Og í norðausturhorni kjall- aragrafarinnar fanst taisvert af smiðjugjalli. Fyrir vestan bæinn var sléttaður út hólbali. Svo sem 11/2 al. ofan í honum varð fyrir fjóstóft fyrir 2 kýr og lítiil kálfsbás út úr veggnum. öðrumegin við fjóstóftina var kindakró, og lítt fúin taðskán á gólfinu. I báðum tóftunum var á gólfinu 'fúaspýtnarusl, er vakti grun um, að þekj- urnar hefði fallið ofan í tóftirnar og aldrei verið teknar burt þaðan. Þykir líklegast, að sá bær, sem þessar leifar voru eftir af, hafi eyði- lagst í Svartadauða og eigi bygst aftur fyr en á 19. öld, og þá verið gleymdur fyrir löngu. 4. Fornleifafundur í Fljótstungu. Vorið 1905 var grafið fyrir kjallara í Fljótstungu í Hvítársíðu. A svo sem 2 ál. dýpt undir yfirborði varð fyrir hellulagt gólf. Hell- urnar voru smáar og þunnar, úr ljósleitri blágrýtistegund; en höfðu mjólkurhvítan lit á yfirborði, sem náði vel 1 línu inn í steinninn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.