Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Side 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Side 8
8 að leiðin var haldin í Fjósatungu, en sjálfsagt hefir verið sam- komulag um þetta meðal hlutaðeigenda. Ef til vill má því ætla, að Ljósvetninga-leið hafi á þessu tímabili jafnan verið háð þarna í, eða rjettara sagt hjá Fjósatungu, og að hjer hafi ekki verið um neina óvenjulega leiðar-þingstöð að ræða fyrir þetta þing. Þing- stöðin hjá Fjósatungu er vel kunn; Kálund lýsir henni á bls. 146 í bók sinni, og Brynj. Jónsson lýsti benni síðar í Arb. Fornl.fjel. 1901, bls. 15—16 (m. upþdr.). Hún er austanvert við Fnjóská, gegnt bænum í Fjósatungu, en er nú að mestu brotin af og búðar- tóttirnar komnar í ána. Orðin »Þeir áttu þá þing í Fjósatungu* o. s. frv. benda líklega ekki að eins til, að menn hafi háð þetta leið- arþing á öðrum stað en vorþingið. Mætti máske helzt ætla, að hin upp- runalega þingstöð Ljósvetninga-leiðar hafi verið hjá Fjósatungu, en síðar hafi hún verið í Leiðarnesi; ketnur það heim við skoðun Maurers, svo sem áður var tekið fram. Þau tvö leiðarþiug, sem Ljósv.s. talar um í 2.—4. kap. virðast vera Ljósvetninga-leið og haldin á þessari þingstöð hjá Fjósatungu. Líkara er til, að sú þingstöð hafi verið lögð niður, sem leifar sjást af hjá Fjósatungu, og önnur tekin upp í Leiðarnesi, heldur en að lögð hafi verið niður þingstöð sú er sjá má að þar hefir verið, og tekin upp ný hjá Fjósatungu. Sú ástæða, sem nú verður bersýnilegust fyrir því að leggja niður þing- stöð þarna hjá Fjósatungu, er landbrot Fnjóskár, en fleiri ástæður kunna að hafa verið til flutningsins. Eins og sjá má af lýsingu og uppdrætti Br. Jónssonar i Árb. Fornl.fjel. 1901, bls 15—16 og III. mynd, er ein af búðartóttunum á Fjósatungu-þingstað fyrir ofan sjálfan aðal-þingstaðinn. »Fyrir ofan þingstaðinn er brekka, brött, en eigi allhá. Fyrir ofan hana er hjallamynduð flatlendisspilda, og þar er ein tótt einstök, stór og glögg«, segir Br. Jónsson. Manni dettur í hug, að söguritaranum hafi verið kunnugt um þetta og að munnmæli hafi þá verið um, að þarna hafi verið búð þeirra Þorgeirssona eða Arnsteins goða, eða að söguritarinn líti svo á, að þeir Höskuldur hafi látið »dóminn standa* þarna uppi á meðan þeir »riðu ofan á þingit«. Brekkan fyrir ofan þingstaðinn hefir sjálfsagt verið þingbrekkan, sú hin sama, er sagan segir, að Höskuldur gengi í, er hann »stefndi Þór- geiri af goðorðinu«. Vegalengdin ofan af hjallanum niður að búða- þyrpingunni er ekki mikil, og því fremur er það í frásögur færandi að þeir Höskuldur og líklega alt lið hans, fara ríðandi að þeim Þorgeiri. Ætla má, að þeir hafi gjört það í þeim tilgangi, að láta meira á sjer bera, og jafnframt til þess að hafa hesta sína tilbúna hjá sjer, hvað sem fyrir kyuui að koma á þingiuu.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.