Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Side 18
18
ingarnir sjeu báðir frumlegir, og þá um eitt heilt og annað hálft
erindi að ræða, og vanti vísuhelming.
I næstu erindum, 112. o. s. frv., er fyrri vísuhelmingur svo:
Ráþornt þér Loddfáfner,
en þú ráþ nemer,
njóta mont, ef nemr,
þér mono góþ, ef getr.
Önnur hvor síðari línanna er frábrigði frá hinni. F. J. telur
hina fyrri þeirra vera óupprunalega (innskot), en Rask og Munch
sleptu hinni síðari í sínum útgáfum. Það virðist geta verið álita-
mál, hvor frumleg er; á hvorugri er rímgalli eða máls og báðar eru
8ömu merkingar, að heita má. Eitt virðist þó geta orðið hjer til
úrskurðar. I hverju erindi er að eins eitt ráð, og það virðist vera
það ráð, sem átt er við með orðinu »ráð« í 2.1., og þá eintala. Nú
er í 4. 1. höfð fleirtala, en í 3. 1. er ekki geflð í skyn, hvort átt sje
við fleiri ráð en eitt. Af þessu virðist kunna vera eðlilegra, að
telja 3. 1. upprunalega, en hina 4. síðara frábrigði.
142. er. (B.) er svona:
Rúnar mont fnna
ok ráþna stafe,
mjöik stóra stafe,
mjök stinna stafe,
es fáþe fmbolþulr,
ok gerþo ginnregen,
ok reist hroptr rögna.
F. J. álítur þetta heilt og fornt erindi; í útg. frá 1888 telur
hann 4. 1. innskot, en í útg. frá 1905 telur hann enga frá. Um
þess háttar frábrigði, ljóðaháttarerindi með 7 ljóðlínum, var rætt hjer
að framan, og verður að telja ólíklegt að þau sjeu frumleg með
öllu í Hávamálum eða öðrum. Eddukvæðum. — Hjer virðist hver
silkihúfan upp af annari, sem menn segja, og erindið samtíningur
og frábrigði. Fyrstu tvær línurnar virðast góðar og gamlar, en hin-
ar allar sýnast vera langlínur úr ljóðaháttarerindi og að eins ein-
hver ein þeirra geta átt við þessar fyrstu tvær. 3. eða 4. 1. erfrá-
brigði af hinni og báðar eru þó í rauninni hreinasta lokleysa, senni-
lega orðnar til sem upptugga á 2. 1. að nokkru leyti. 5. og 6. 1. eru
úr 80. er. (B), en settar hjer í mótsetta röð við þá sem þar er. 7.
1. er orðin til úr 5. og 6. 1. í 13. er. (B.) i Sigrdrífumálum (rjettara
Sigurdrífar-málum, sbr. 44. er. (B.), 5. 1., i Fáfnismálum). Erindið