Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 21
21 32. er. er að eins hálft, en frábrigði er af 3. 1.: gambantein at geta, gambantein ek gat. En F. J. álíturað síðari línan, sem vera mun hin frumlega.sé 6. 1. erindisins og vanti 4. og 5. 1. Næsta er. áleit F. J. fyrrum (sbr. útg. 1888) innskot, en síðar (sbr. útg. 1905) hefir hann sætt sig við það. Alt er erindið þó ólíklegt, og síðari helmingurinn einkum. Fyrri helminginn mætti máske taka saman við hálfa erindið (32.) á undan, en þá verður að líta svo á, að Skírnir segi þar (í 4.-5.1.) annað og meira en gera má ráð fyrir að hann viti; sbr. kvæðið. í 34. er. (B.) er síðasta lína með tvennu móti: manna glaum mane, manna nyt mane. F. J. áleit í fyrri útg. síðari 1. ófrumlega, og í síðari útg. alt er. innskot. Það kemur nú ekki beinlínis þessu máli við, að dæma um það, en játa skal þó, að miklar líkur eru til að erindið sje ekki upprunalegt, og illa er því inn skotið, hvort sem það hefir skáldið gert í fyrstu eða skrifari síðar meir. í næsta er. (B. 35.) er líkt ástatt; visubelmingi er aukið aftan- við og er siðasta línan með frábrigði: mœr, af þínom munom, mœr, at mínom munom. F. J. álítur allan viðaukann óupprunalegan og síðustu línuna af honum sjerstaklega. Fleira af þessu tæi skal hjer ekki til tínt úr Skírnismálum, en úr því að um þau er fjallað, skal vikið að siðasta erindinu, sem Freyr kvaþ: Löng es nótt, langar ’ró tvœr. Hvé of þreyjak þríar? Opt mér mánoþr minne þótte an sjá hölf hýnótt. Síðasta línan hefir þótt torskilin, vegna síðasta orðsins. Við- aukinn hý- mun vera hjer eins konar lastyrði, haft um nóttina fyrir það, hve löng hún finst Frey. Visan stendur einnig í Eddu Snorra Sturlusonar og þetta á undan: »Enn er Skirnir sagði Frey sitt erindti,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.