Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Side 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Side 22
22 þá Tcvað hann þetta«. Þetta er villandi. Freyr kveður bersýnilega vísuna þá fyrst, er hann er farinn að finna til þess hve fyrsta nótt- in, »sjá hölf hýnótt«, er þrælslega löng. Fyrir framan vísuna eru ekki orðin Freyr Tcvað í Eddu (kon. bók, cod. reg. 2365 4to í gamla kgl. bókas. í Khöfn), en þar hefði þurft að standa: Freyr mdtte ekke sofa nótt ena fyrsto. Hann kvaþ:. Lokasenna. Þetta kvæði er nær laust við innskot og fátt til tínt af frá- brugðnum vísuorðum. A eftir síðustu 1. í 23. er. eru sett tvö frábrigði; er annað að mestu eins og síðasta 1. í 33. er., en hitt eins og síðasta 1. í 24 er. Þar eiga þær línur heima, en er ofaukið hjer og óviðeigandi, eins og F. J. (og Hildebrand áður) hefir bent á. Aftan við 62. er. er aukið 1 langlínu, sem F. J. álítur óupp- runalega viðbót. Línan virðist helzt vera frábrigði. Sama er að segja um línu, sem skotið hefir verið inn í síðasta erindi, næst á undan síðustu línu, hún er frábrigði. F. J. álítur hana óupprunalega og hina síðustu frumlega. Völund arkvið a. Aftan við 18. er. er skeytt 2 línum, sem sýnilega hafa verið settar svo sem frábrigði af 7. og 8. 1., og eru óupprunalegar, eins og F. J. álítur einnig. Síðasta er. (B. 41.), sem til er af kvæðinu, er og með lOlínum; tveim þvi ofaukið, og ætlar F. J. það fyrstu línurnar. Á þeim virðist þó fara prýðisvel, en af 4 síðustu línunum sýnast 2 vera frábrigði frá hinum tveim, og eiga því að skiljastfrá; línupörin eru nær eins, stendur »kunnak« í öðru, en »máttak« i hinu, og er sama hvort brott er numið. Fleiri sams konar fyrirbrigði mætti máske tína úr goðakvæð- unum. í hetjukvæðunum virðist fátt um frábrigði. Bent skal þó hjer á 17. er. í Hrímgerðarmálum (28. er. B. í Helga kviðu Hjörvarðs- sonar); það er svona: Þrennar níundir, þó reið ein fyrer hvít und hjálmi mœr. Marer hristosk, stóþ af mönom þeira

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.