Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Page 26
26 6975. 6976. 6977. 6978. 6979. þunn lög; 1. 9,8 sm., br. mest 2,1 og þ. 0,9 sm., eii lögun er óregluleg, svipuð hnífblaði. Fundið s. st. og nr. 6972—73. *7/s Jón Sigurðsson, Svínafelli í öræfum: Grafskrift, skrif- uð með svörtu bleki á hvítt blað, í ólitaðri furuum- gjörð með gleri og furubaki, st. 25,5X17,3 sm. Hún er yfir Þorstein Sigurðsson (d. 1813) og konu hans, Gfuðrúnu Vigfúsdóttur (d. 1839), og jafnframt son þeirra Sigurð og konu hans Ljótunni Jónsdóttur, sem dóu 1839 og 1838. — Synir þeirra voru Þorsteinn, faðir Ljótunnar, móður Páls bónda í Svínafelli, og Jón, faðir Sigurðar, föður Jóns bónda s. st. (gef.). — Hjekk áður í Sandfells-kirkju, sem nú er ofan tekin. 28/8 Helgi Bergsson, Kálfafelli í Fljótshverfl: Nœla úr messing, kringlótt og um 3,5 sm. að þverm.; topp- mynduð og 1,2 sm. að hæð í miðju. Fóður hefir verið neglt undir og þar á prjónninn í eyru og á þolinmóð, en hann og krókurinn eru af. Leifar af umbúningi fyrir festi eða þvíumlíkt sýnast og vera á fóðrinu. Að ofan er upphleypt verk, snúrur og brugðningar, fjór- skift. Virðist vera frá landnámstíð og fanst í gömlum bæjarrofum í svonefndum Smátorfum á Kálfafellsheiði. Sbr. t. d. Oscar Montelius, Svenska fornsaker, atlas, Stholm 1872, nr. 578 og 583. 29/8 Lárus Helgason, Kirkjubæjarklaustri: Kertahald úr járni, pípa, 1,7—2 sm. að þverm., með broddi niður úr, 1. alls 9,5 sm., og öðrum beint út, svo að stinga má því ofan í lárjett borð eða inn í lóðrjettan vegg. Virðist nýlegt og útlent; er liklega franskt, komið með skipi, sem rekið hefir á land eystra. Sbr. nr. 6972. 2/9 Tannstaup, útskorið að utan, krans efst, en margýgjar 2 á hliðum, niðurmjótt og skrúfuð gagnboruð stjett undir. H. 4,6 sm., dýpt 3,4 sm.; þverm. efst 4,8—5 sm., auk halds, sem verið hefir á barminum, en er nú að mestu af. Þverm. niður við sijettina 2,3 sm. en hún er 3,7 sm. að þverm. Sýnist munu vera útlent að uppruna og er orðið líklega nær hundrað ára. Fengið i Vík í Mýrdal. 7/, Vetlingahnappur saumaður úr svörtu flujeli og marglitu baðmullargarni af Gunnhildi Gísladóttur, 87 ára gam- alli konu austan úr Rangárvallasýslu, er kvað slika

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.