Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Qupperneq 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Qupperneq 28
28 6986. 16/9 6987. — 6988. — 6989. — 6990. — 0991. — 6992. — 6993. 2% 6994. «/„ neðan. Br. mest 6,5 og þykt mest 2,5 sm. Fundin s. st. og nr. 6984. Kertahjálmur, steyptur úr kopar, lögun algeng, leggur með 6 ljósaliljum á, tvöfaldur örn efst og stór hnöttur nær neðst. Leggurinn er að 1. 55. sm. og hnötturinn 14 sm. að þverm. Líljurnar eru 5-myndaðar, um 26 sm. að 1., kertaskálarnar um 13. sm. að þverm. A liljunum eru ormshausar. Þrjár smáar skrautliljur hafa verið ofar á leggnum; 1 þeirra er eftir. Eina pípuna og eina skálina vantar á, og ein er ósamkynja, en hin- ar flestar gallaðar. — Mun vera frá 17. öld; er líklega úr kirkju norður í Eyjafirði. Beizlisstöng, steypt úr kopar, vinstri stöng, lík S að að innan sjeð; gárótt kúla negld á; sigurnaglinn úr. L. 13,7 sm., hr. 4,1 sm. Lítið afturbeygð og ogekkert beygð útávið. Beizlisstöng úr kopar, vinstri stöng, mjög lík nr. 6987. Nagli úr járni með járnhring í lykkjunni og koparhaus á endanum, er í. L. 13. sm., br. 4 sm. Beizlisstöng úr kopar, hægri stöng, mjög lík nr. 6988. Járnnagli í. L. 16,8 sm., br. 4,8 sm. — Líklega allar þrjár eftir sama smið og frá fyrri hluta síðustu aldar. Hamólarhringja með venjulegri gerð. Þverböndin rákótt. Br. (1.) 8,8 sm., 1. (br.) 3 sm. Hringurinn úr. Steypt úr kopar. Yfirgjarðarhringja með gagnskornu og gröfnu blaða- verki á efri enda. Þornið úr járni, en hringjan sjálf steypt úr kopar. L. 8,4 sm., br. 6,7 sm. Dálítið bog- in; lögun algeng. Reiðakúla úr látúni, kringlótt og 9,1 sm að þverm; barðið 1,5 sm. að br., en hæðin er 2 sm. Ofan á er greinastrengur grafinn, en krákustígur umhverfis. Á barðið er grafin þessi áletrun með höfðaletri: þooitunn \ sigunds | dotteu \ a 17431. Á barðinu eru 6 naglagöt. Skauttreyja úr svörtu klæði með uppslögum, borða og leggingum úr svörtu flujeli og þar á silfurvírskniplingum. L. baksins 37 sm, vídd að neðan 68 sm. að ummáli. — Frá fyrri hluta síðustu aldar, en hefir verið breytt eftir nýja laginu, aukin að neðan o. s. frv. Skúfhólkur úr silfri, 1. 4,4 og þverm, 1,5 sm., jafnvíður allur. Útrendir bekkir um miðju, bogar grafnir við endana. Sbr. nr. 6804.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.