Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 34
34 Gyllingin mjög máð af mynd Krists. Glerungurinn er sleginn af sumstaðar. — Við alla álmuendana eru eir- þynnur ósmeltar, gyltar og grafnar á framhlið og litar- laus steinn (bergkristall), sporöskjulagaður greyptur í. Breiddin á þeim plötunum, sem eru á aðaltrjenu, og hæðin á þeim, sem eru á þvertrjenu, er jöfn breidd- inni á krvssálmunum (4,6 og 4,5 sm.). Sú, sem nú er uppi yfir krossinum, er mjög máð, gyllingin farin af að mestu og hefir verið tekið af báðum endum hennar, líklega til þess að gera hana jafnlanga þeirri, sem er fyrir neðan krossinn (5,7 : 5,9 sm.), er þær voru settar á spjaldið í aitari8töflunni (sjá hjer á eftir). Piatan fyrir ofan krossinn hefir því í hinum upprunalega róðukros8Í verið undir róðunni, og því er hún meira máð en hinar, að meira hefir verið tekið á henni. — Á krossendunum eru smeltar plötur; fyrir ofan1 og neð- an eru engiamyndir, en við hægri hlið Krists er mynd Maríu móður hans og við hina mynd Jóhannesar post- ula. Höfuðin ein eru upphleypt, nema á englinum neðst á krossinum. — Á bakhlið er plata á miðju, spor- öskjulöguð og þó oddmynduð i báða enda, h. 11,6 sm., br. 7,9 sm. Á henni er sams konar smelt verk, sem flestum hinum, og eins er á öllum þeim 8 plötum öðr- um, sem eru á bakhliðinni, garðasmelt (émail cloisonnéj. Á henni miðri er gylt mynd af Kristi sitjandi- (á regn- boga), sem konungi himins og jarðar; í vinstri hendi heldur hann á (lifsins) bók (Opinb. Jóh. 4.—5. k.), en hinni hægri lyftir hann upp til blessunar. Annars vegar við myndina stendur A og hins vegar w (Opinb. Jóh. 22, 13). — Á eudum þvertrjesins og efri enda eru merki guðspjallamannanna, ljónið, örninn og uxinn; neðantil á krossinn hefir verið fest plötu með engli eða öllu heldur manni með vængjum, sem þá getur verið merki Matheusar. — Efsta myndin á framhlið- inni er líklega merki Matheusar lika (verið búin til sem slík mynd), og báðar halda verurnar á bók. Allar endaplöturnar eru breiðastar yzt (7 sm.) og á þeim 3 bogar á röndinni að utan. Á railli miðplötunnar og endaplatnanna eru kringlóttar, smeltar smáplötur, 3,3 1) Sbr. þó þaö sem sagt er um þessa plötu bjer á eftir.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.