Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 20
20 segir, að Þorgeirsvaði, eða á klappirnar fyrir ofan það, þar sem áin fellur undir og allt útlit er fyrir, að hún hafi fallið undir síðan fyrir landnámstíð, að hraunið rann undir Hólmslöndum. Að öllu þessu athuguðu verður frásögn Njálu um atburði hér um slóðir svo nákvæm sem frekast má vænta af athugulum manni og svo kunnugum sem hún væri rituð að Keldum eða í námunda við þær. Þess er vert að geta, að þau Gunnar Baugsson og Hrafnhildur Stórólfsdóttir, föðurmóðir Gunnars á Hlíðarenda og sonardóttir Ketils hængs, bjuggu í Gunnarsholti, á eign sinni, að vænta má með Gunnarsholts-eyju, sem liggur í Ytri-Rangá, fyrir ofan Hrafntóptir, og hefir fylgt Gunnarsholti frá gamalli tíð, líklega frá fornöld, allt fram á þessa öld. Er allsennilegt, að Hrafnhildur hafi fengið þá með jörð- inni, má-ske til slægna. Eyjan er stór, en nú er vallendi í henni; hafi svo verið í fornöld, er ólíkara, að Gunnar á Hlíðarenda hafi sókt þang- að hey svo langt að til heimflutnings, þó að ekkert verði um það fullyrt. Leið Melkólfs frá Hlíðarenda að Kirkjubæ. Vegurinn frá Hliðarenda út á Þorgeirsvað hygg ég hafi verið yfir hálsinn, sunnan-við Þríhyrning, og þann veg ætla ég að Mel- kólfur þræll hafi farið, er Hallgerður sendi hann í Kirkjubæ. Sá veg- ur er miklu styttri en ef farið væri fyrir norðan fjallið, og á honum þurfti ekki að fara um garð undir Þríhyrningi, Hrappsstöðum né Reyni- felli. Frá Þorgeirsvaði hefir þessi vegur, eins og áður er tekið fram (bls. 6), varla legið yfir Keldnalæk, um Króktúnsheiði, út að Kirkju- bæ; á þeirri leið sjást engar fornar götur yfir heiðina. Veg Mel- kólfs tel ég hafa verið þar sem beinast og bezt lá við, og þar sem enginn bær var á allri leiðinni, — nema má-ske býlið sunnan-undir Reynifellsöldu, hafi það verið byggt þá; þær rústir eru skammt fyrir austan veginn norður-með Vatnsdalsfjalli. — Frá Þorgeirsvaði liggur vegurinn, sem áður segir, vestur Höldin, um Tunguheiði og Tungu- nes, yfir Stokkalæk og út á Bergsnef. Þaðan upp nefið til brekkunn- ar að Minna-Hofs-velli og yfir hann beina leið til Kirkjubæjar. Á Bergsnefi tekur við Minna-Hofs-land, og þá var einnig eðli- legt, að Skammkell, sem »bjó á Hofi öðru« og reið »at sauðum upp með Rangá«, sæi »glóa í götunnk gripi þá er Melkólfi lágu þar eftir. Þyki ég hafa verið um of fjölorður, er þess að gæta, að efnið er ekki litið, þar sem Njála á í hlut. Um hana hefir mikið verið talað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.