Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 20
20
segir, að Þorgeirsvaði, eða á klappirnar fyrir ofan það, þar sem áin
fellur undir og allt útlit er fyrir, að hún hafi fallið undir síðan fyrir
landnámstíð, að hraunið rann undir Hólmslöndum.
Að öllu þessu athuguðu verður frásögn Njálu um atburði hér
um slóðir svo nákvæm sem frekast má vænta af athugulum manni
og svo kunnugum sem hún væri rituð að Keldum eða í námunda
við þær.
Þess er vert að geta, að þau Gunnar Baugsson og Hrafnhildur
Stórólfsdóttir, föðurmóðir Gunnars á Hlíðarenda og sonardóttir Ketils
hængs, bjuggu í Gunnarsholti, á eign sinni, að vænta má með
Gunnarsholts-eyju, sem liggur í Ytri-Rangá, fyrir ofan Hrafntóptir, og
hefir fylgt Gunnarsholti frá gamalli tíð, líklega frá fornöld, allt fram
á þessa öld. Er allsennilegt, að Hrafnhildur hafi fengið þá með jörð-
inni, má-ske til slægna. Eyjan er stór, en nú er vallendi í henni; hafi
svo verið í fornöld, er ólíkara, að Gunnar á Hlíðarenda hafi sókt þang-
að hey svo langt að til heimflutnings, þó að ekkert verði um það
fullyrt.
Leið Melkólfs frá Hlíðarenda að Kirkjubæ.
Vegurinn frá Hliðarenda út á Þorgeirsvað hygg ég hafi verið
yfir hálsinn, sunnan-við Þríhyrning, og þann veg ætla ég að Mel-
kólfur þræll hafi farið, er Hallgerður sendi hann í Kirkjubæ. Sá veg-
ur er miklu styttri en ef farið væri fyrir norðan fjallið, og á honum
þurfti ekki að fara um garð undir Þríhyrningi, Hrappsstöðum né Reyni-
felli. Frá Þorgeirsvaði hefir þessi vegur, eins og áður er tekið fram
(bls. 6), varla legið yfir Keldnalæk, um Króktúnsheiði, út að Kirkju-
bæ; á þeirri leið sjást engar fornar götur yfir heiðina. Veg Mel-
kólfs tel ég hafa verið þar sem beinast og bezt lá við, og þar sem
enginn bær var á allri leiðinni, — nema má-ske býlið sunnan-undir
Reynifellsöldu, hafi það verið byggt þá; þær rústir eru skammt fyrir
austan veginn norður-með Vatnsdalsfjalli. — Frá Þorgeirsvaði liggur
vegurinn, sem áður segir, vestur Höldin, um Tunguheiði og Tungu-
nes, yfir Stokkalæk og út á Bergsnef. Þaðan upp nefið til brekkunn-
ar að Minna-Hofs-velli og yfir hann beina leið til Kirkjubæjar.
Á Bergsnefi tekur við Minna-Hofs-land, og þá var einnig eðli-
legt, að Skammkell, sem »bjó á Hofi öðru« og reið »at sauðum upp
með Rangá«, sæi »glóa í götunnk gripi þá er Melkólfi lágu þar eftir.
Þyki ég hafa verið um of fjölorður, er þess að gæta, að efnið
er ekki litið, þar sem Njála á í hlut. Um hana hefir mikið verið talað