Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 42
42 austan það, nú kallað Kirkjulækjarflóð. Hálsarnir voru meira en ran- inn einn suðvestur af fjallinu, sem ég meina Geilastofna, en venju- lega kallað nú Þríhyrningsháls, og sem getur heitið eini hálsinn út frá fjallinu, en því nafni er hann aldrei nefndur í Njálu, algjörlega undanskilinn. Hálsarnir voru flatlendið allt inn að Tindfjöllum. Að vísu er sagt, kap. 69, bls. 155: »síðan bjóst Þorgeirr undan Þríhyrningi við 11. mann; hann ríðr upp á hálsinn, ok bíðr þar nafna síns«; hafði hann þá gjört nafna sínum í Kirkjubæ orð að koma móts við sig á Þríhyrninghálsi. Hvort sem þeir fegðar hafa búið undir syðsta eða nyrðsta horni fjallsins, skyldi enginn ætla, að Þorgeir færi upp á þennan suðurháls með liðssafnað, og bíða þar að sumarlagi í allra augsýn, og ferðinni heitið einungis að Hlíðarenda. Fyr gat nú verið óvarlega farið. Þetta var auðsjáanlega uppi á hálsabrúninni norðan- við fjallið, og bendir það á einhliða veg norðanmegin fjallsins. Síðan ríða þeir inn í skógana, hvar Njáll dustaði úr þeim svefninn. Þorgeir ríður upp á hálsinn; þetta er einnig full bending um það, að þeir hafi búið vestanundir, og verða menn að finna bústað þeirra; það gjörir Þríhyrningur einn, að hann er ekki fluttur enda á milli héraðs- ins. Mér er ekki vel við að taka sérstakra sagnir, en það, sem var föst meining skynbærra manna í þessu reikula atriði, má ekki týnast. Ég tek þrjú dæmin: Guðrúnu, húsfrú á Reynifelli, — margfróð um gamlar sagnir, — Þorgils á Rauðnefsstöðum, einnig, og Böðvar á Reyðarvatni, fyr á Reynifelli. Þessi öll meintu Starkað sitja í hinum afdæmdu Hrappstaðatóttum, og það heitað undan Þríhyrningi, og engan veg- inn ólíklegt, að Fiská hafi einhvern tíma verið tekin í stóran krók, vestur-fyrir bæinn, til áveitu á Smiðjunesið og meira. Um bæinn und- an Þríhyrningi er því ekki um að villast annars staðar en þaðan frá og suður með þessari himinfriðu hlið fjallsins. Þarmegin Öldu hef ég aldrei farið, og mun aur einn. Flosi reið á Þríhyrningshálsa með lið sitt, og beið þar til miðaftans, kap. 126. Þar hafði hann mælt mót liðsmönnum sínum úr nágrenninu. Fyrir austan Þríhyrning hefir það verið; hve langt, getur verið álitamál; því meiri var honum krókurinn, sem lengra var vestur, og ætla til Bergþórshvols. Þetta sýnir, hve óhægt þeim var um áfangastaði, og að vonum ekki fengið friðland handa fjölda hesta, nema á útjöðrum stórjarða, og þarna var einn vel kjörinn, sem oft var gripið til. Aðrir voru við Holtsvað, Holtavað, í Árnesi, og síðar í Lambey. Af hálsun- um verða þeir að ríða niður þvera Fljótshlíð, niður til Affalls, og öllu heldur austanmegin, eða eyrar, þegar lengra kom, og komið austan að hvolnum. Þetta gátu þeir riðið með góðu á hálfum þriðja til þrem klukkutímum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.