Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 41
41 um var annar líklegasti staður fyrir Flosa, að huma leitarmenn af sér. Og enn gat verið silungur í vatni eða vötnum, svo sem Álftavatni fyrir sunnan Torfajökul, og eyðst af vikri og ösku. En hvað hefðu þessir skiftu flokkar unnið á Flosa? Það er mér getgáta. — Líklega hafa verið fjöldamargir saman og flokkarnir harðsnúnir. Flosi segir, kap. 130, bls. 112, »ok munu þeir ætla at vér höf- um riðit austr til Fljótshlíðar af Þríhyrningshálsum, ok munu þeir þá ætla at vér ríðum norðr á fjall, ok svá austr til héraða; munu þangat eptir ríða rnestr hluti liðsins, en sumir munu ríða it fremra austr til Seljalandsmúla, ok mun þeim þó þykja þangat vár minni von«. Spakviti manna reyndist jafnan ganga eftir. Úr dalnum hjá Hestaþingshól var vegurinn upp í Fljótshlíðina, og þar þurfti örugg- ari leitina, um skógana og heiðar austur, svo langt sem náðu, ofan í Goðaland og norður á Sand, og var þar á enda gengið; en út frá Hólmslöndum að hyggja um slóða þeirra, norður á fjall, jafnvel til áminnstra Fiskivatna, gátu þeir ekki undanskilið leitinni. En Flosi setur hægan úti í Hólmslöndum það sem eftir er dagsins; þrammar svo um kvöldið norðar en vegur lá, upp-undir efra hraunið, þar sem nú er Þorleifsstaðir, upp í hálsinn, hvar aurlaust var út frá ánni, og slakkann, hverfandi bæjum; síðan beygju suður að Þríhyrningi, nærri seljum þeirra Sigfússona, og þræddi eftir grasteygingum suð- austan upp fjallið; þetta er eina leiðin, sem gat verið áhættu-minnst, og má sérlegt heita, hve Flosi komst vel út úr þessari ferð, en henni verður ekki mótmælt. Flosadalur, dældin uppi á fjallinu, er eigi svo smálát, að hulið gat vel allan farangur þeirra, og graslendi töluvert meira en þeir þurftu undir fætur hestanna, en sparnaðar-hagi hefir það hlotið að vera jafn-langan tíma. Að ætla þeim að ríða í fjallið strax um daginn, eins og margra meining er, fyrir opnar dyr á Holti, sand og aur við Fiská, Engidal og Geilastofna, upp snarbrattan háháls, það er ekki Flosa líkt. Þríhyrningshálsar, — þeir eru svo víðtækir í sögunni, að allir, sem til þekkja, geta gengið þess vísir; t. d. þegar sauðamaður úr Þórólfs- felli fann þá nafna, Þorgeir Starkaðarson og Þorgeir Oddkelsson, sof- andi uppi í skóginum, kap. 69. Enginn þarf að hugsa þetta nærri Þríhyrn- ingi, jafn-rólegir sem þeir voru; þeir hafa verið uppi í skóginum langt inni á heiðum, og ætlað sér að bíða betra færis við Gunnar. Gat ei að síður heitið óvarlega farið, eins og Njáll sagði. Þess er getið, kap. 64, að Njáll seldi Gunnari skóggangssök Starkaðar, er hann hafði höggvið frá Njáli. Þar er víst líkt á komið; skógar Njáls hafa ekki verið nærri Þríhyrningi. Þó skógardrög kunni að hafa vetið með fjallinu sjálfu og upp í hlíðar þess, þá eru flóð og mýrar fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.