Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 30
30
margir lækir og uppsprettulindir koma undan bænum og beggja vegna
við hann. Sumstaðar bólar beint uppúr sléttri sandysju ofan í vatn-
inu, líkt og kýlir upp úr sjóðandi hverum, og vil ég fullyrða, að eng-
inn telur rétt vatnsaugu allra lækjanna, sem eru eins og margsettur
glitvefur yfir um þvert túnið. Við túnfótinn eru þeir komnir í eitt og
bætist þó smávegis eftir það; heldur hann síðan farveg sínum króka-
lítið, einn bugur, beint suður til Rangár.
Loks kemur þriðja nesið, vestanvið Stokkalækinn, þar er Bergs-
nef, standhamar við ána, hvar ár og lækir er komið í einn farveg.
Þar skifti löndum jarðanna, Hofs og Keldna, en Völlur átti sunnan-
megin; þar bjó Mörður gígja. Þetta nes er algróið, mýri og vallendi, stórt
og hálent. Hofsvöllur liggur hátt upp með því að norðan, og heldur
hann einu nafni lengra austur þó aðrir eigi landið; vað er neðst á
læknum og hefir svo verið alla tíð. Melkólfur þræll batt skóþveng
sinn í nesinu vestan vaðsins, kap. 48—9, bls. 110—12, og sást yfir
hníf sinn og belti; verið í dimmum hugmóð að hraða ferðinni; aust-
ur þaðan með læknum heita Akurgarðar; um þá er gamall garðlegg-
ur, og hafa stundum verið yrktir sem slægja frá Stokkalæk.
Nú segir frá ferðum Gunnars, þegar hann reið til Rangár, í veg
fyrir Oddkel og Skammkel, er þeir voru á heimleið frá Dal, kap. 54,
bls. 124—7. Við atreiðina á Hlíðarenda, kap. 76, sést, að heimreið
var norðan að bænum; »traðir voru fyrir ofan garðinn á Hlíðarenda,
ok námu þeir þar staðar með flokkinn«; hvernig sem um þær traðir
var, þá hefir vegur legið þangað. »Gunnar ríður nú um Akratungu
þvera, svo til Geilastofna ok þaðan til Rangár, ok ofan til vaðs hjá
Hofi. Konur voru þar á stöðli. Gunnar hljóp af hesti sínum ok batt,
þá riðu hinir at; móhellur voru í götunni við vaðit«. Þetta er kunnug-
lega sagt.
Ég lít svo á, að Akratunga hafi verið nærri Hlíðarenda, hátt í norð-
vestur af bænum, hvar nú heita Akrar, og legið niður alla hlíðina, — þar
er Lambatunga og Sáðbrekka, — áður heitað einu nafni Akratunga.
Hve langt hún hefir náð niður fyrir, brestur mig kunnugleik um, enda
mun Þverá nú búin að útiloka öll afmerki hennar neðanfrá. Gunnar
hefir riðið skáan vestur, þvert yfir tunguna, upp fyrir bæi og vestur
hlíðarnar, á hálsinn suðvestur af Þríhyrningi, hvern þeir kölluðu Geila-
stofna, þar sem lækir, grófir og gil áttu upptök sín undir, og skógar-
drög gátu verið með geilum á hálsinum, sem gaf tilefni til nafnsins.
Þennan veg eða vegleysu hygg ég að Gunnar hafi riðið vegna kapps
og ofurhuga, neðar og beinna fyrir en þeirra eiginlegi vegur var, og
þess vegna skráð með örnefnum inn í söguna. Þarna varð hann að
fara ofan í Engidal, þá blauta mýri, upp fyrir austurenda Vatnsfells og