Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 52
Nokkur örnefni í Víga-Glúms-sögu. Eftir Eirik Briem. 1. Kvarnárvað. Helgi magri, sem nam Eyjafjörð, gaf Hámundi, tengdasyni sínum, land milli Merkigils og Skjálgdalsár og bjó hann á Espihóli hinum syðra, er nú heitir Litlhóll, þ. e. Litli-Espihóll. Þórar- inn, sonarsonur Hámundar, gjörði bú fyrir norðan Espihól og bjó á Espihóli hinum nyrðra, sem nú er venjulega nefndur að eins Espihóil eða, sem tíðast er í Eyjafirði, Stórhóll, þ. e. Stóri-Espihóll. Milli bæj- anna gengur fram að Eyjafjarðará hæð, brött fram við ána; það er Espihóllinn, sem bæirnir eru kendir við; bæjarlækurinn á Espihóli rennur niður með Espihólnum að norðanverðu og út í Eyjafjarðará, rétt við hólinn. Lækurinn hefir upptök sín í dal uppi í fjallinu fyrir ofan Espihól, er heitir Kvarnárdalur, og rennur eftir dalnum endi- löngum; hann er eflaust sú Kvarná, sem dalurinn er kenndur við, enda heyrði ég stundum lækinn nefndan svo, þegar ég var að alast upp á Espihóli; að vísu hefir Merkigilsá einnig upptök sín í Kvarnár- dal, en hún fellur út úr honum rétt fyrir neðan upptökin og það eru engin líkindi til, að dalurinn hafi verið kenndur við þá á eða að hún hafi nokkurn tíma heitið Kvarná. í Víga-Glúms-sögu, 11. kap., er skýrt frá því, að Esphælingar máttu búast við, að .Glúmur myndi koma með fjölmenni, til að hefna fyrir ófarir Arnórs frænda síns; því næst segir svo: »Þar var þá vað á ánni, sem nú er ekki. Þeir söfnuðu nú at sér Lxxx vígra manna um nóttina ok bjuggust við á hólinum framanverðum, því at þar var vaðið á ánni við hólinn sjálfan«. Hóllinn, sem hér er átt við, er Espi- hóllinn, því að enginn annar hóll er við Eyjafjarðará þar í nánd, og vaðit, sem var við hólinn sjálfan, hefir því einmitt verið þar, sem bæjarlækurinn á Espihóli, öðru nafni Kvarná, fellur í Eyjafjarðará. í Víga-Glúms-sögu, 22. kap., er sagt frá stefnuför Þórarins á Espihóli til Uppsala; lá þá leið hans fyrir neðan Þverá, bústað Glúms; og er Þórarinn var á heimleiðinni, segir svo: »Esphælingar riðu yfir ána; sá Glúmr för þeirra og ætluðu yfir at Knarrarvaði«. Áin, sem Esp- hælingar ,voru komnir yfir, er Glúmur sá för þeirra, hlýtur að vera Þverá, en áin, sem þeir eiga eftir að fara yfir, er Eyjafjarðará, og enginn vafi er á, að þeir hafa ætlað að fara yfir hana á áður-nefndu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.