Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 89
89 en í Litlu-Klofaey að eins lítill runni. — Fram-af Ferjufit er löng dæld eða slakki í hrauninu, sem heitir Leirdalur. Suður-af honum eru þéttir melhólar, sem heita Kinnar. Þangað var sóttur heyskapur (melgras) frá Galtalæk fyrir 40—50 árum. Suður-af Kinnum er Vala- fell — algróið —. Þar sem það nær lengst til norðurs eru smáskút- ar undir björgum, sem heita Tónhellar. Fyrir framan þá er stór kriki eða bugur inn í fellið og gróið undirlendi norðurundir; það heitir Trippafit. — Þar var trippum áð, þegar þau voru rekin á Þóristung- ur, sem mun hafa tíðkast fram yfir 1880. Vestan-við krikann er Hrúta- gil, og Áfangagil er spölkorn þar fyrir framan. Þar er áfangastaður fjallmanna fyrstu og síðustu nóttina. Þar er sæluhús. Þar var fram yfir síðustu aldamót smákofi borghlaðinn úr kökkum, en nú hlaðinn úr grjóti og torfi og með járnþaki. Rani vestur úr Valafelli, sunnan- við Áfangagil, gróðurlaus að sunnan og ofan, er kallaður Aldan. Fyr- ir sunnan Valafell eru Valahnúkar — háir hnúkar við veginn —. Klofningar er svæðið kallað með fram veginum fyrir vestan hnúk- ana. Vestarlega í þeim er smáalda sunnan-við veginn, sem heitir Skjaldbreið. Þá kemur stórt, grasi vaxið hraun þar vestur-af, sem kallað er Söloahraun, en heitir réttu nafni Saluararhraun. Það var vaxið skógi fram á síðustu öld og sannar sagnir eru um það, að þar hafi verið gjört til kola um og eftir hana miðja. Nú sjást þar ekki aðrar minjar en kolagrafir á víð og dreif um hraunið. Nyrzt í hrauninu og ofarlega er stór hraunklettur, sem heitir Arnórsklettur. Afréttarmörk að framan eru úr Ófærugili í foss í Þjórsá þar beint á móti, sem heitir Tröllkonuhlaup. Upp úr fossinum standa 3 stein- stöplar; á þeim á tröllkonan, sem bjó í Búrfelli, að hafa stiklað yfir ána, þegar hún fór að finna systur sína í Bjólfelli. Svæðið fyrir innan Tungnaá, sem tilheyrir Landmannaafrétti, er einu nafni nefnt Örcefi. Það nær frá Tungnaá að Blautukvísl og inn fyrir Litlasjó. Þegar þangað er farið, er farið yfir Tungnaá á Bjalla- vaði, skammt fyrir austan Tungnaárfell; dregur það vað nafn af fjöll- um innan-við ána, sem heita Vestur-Bjallar. Þegar komið er yfir ána, er farið yfir Bjallana, — annars staðar ekki fært —, og niður svo-nefnt Klif að austan; er þá komið niður á öldóttan, gróðurlausan sand, sem heitir Vatnaöldur, og haldið til austur-landnorðurs. Þegar komið er dálítið inn í »öldur« er ölduhryggur á vinstri hönd; norðan-undir honum er Blautakuísl, sem rennur í Tungnaá. Annar ölduhryggur er á hægri hönd, lengri og hærri; austan-undir honum rennur Vatna- kuisl, einnig í Tungnaá. í miðjum Vatnaöldum, — þ. e. miðja vega á milli Bjalla og Vatnakvíslar, þar sem farið er yfir hana — er lítil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.